Komum í Öskju í gærkveldi. Höfuðum dvalið lengi í Grafarlöndum og svo komum við í Herðubreiðarlindum en stoppuðum stutt. Kíktum í Þorsteinskála, þar var margt breytt og flest á verri veg. Landvörður lítt reyndur og lítt til viðræðu við eldri og reyndari menn. Vildi við reistum okkar tjaldvagn, -þann kostagrip á melum utan ár. Það fannst nú gömlum kempum ekki gáfulegt, með Jökulsá á Fjöllum í vexti, og sullandi um eyrarnar í kring. Tjaldstæði á lægsta punkti eyranna í Lindarhorni. Ekki gáfulegt né ásættanlegt, amk ekki fyrir okkur sem höfum minni til þess þegar hún Jökla náði sér vel á strik og hljóp yfir lindarhornið. Og hún í ham. Fórum því inn í Drekagil í Öskju. Keyrðum fyrst að uppgöngu Herðubreiðar, enda hafði vegur allur verið færður til og gerður að sléttum fólskbílavegi og allur mikið betri en hér í den. En í mínum huga mun verri því nú voru engar torfærur eða svaðilfarir ef frá eru skyldar vatnsmagn í Lindaá sem var næstum ófær. Því skyldi farin 10 km spotti að Herðubreið og það tók rúman klst í torfærum. Þá var nóg komið af jeppaleik og hugað að því að klífa fjallið. En því miðr eða sem betur fer hafði fjalladrottningin dregið ský á kollin, svo uppgöngu frestað.
Snæfell séð úr Drekagili
Náðum svo háttum í Drekagili og tjölduðum þar. Herðubreið, Snæfell og aðrir tindar skýjalausir, kannski bara best þannig og í fjarska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli