28. júlí 2005

Atlavík - Skriðuklaustur

Lagarfljót. Snæfell í botni Fljótsdals.


Kvöddum Kóreksstaðagerði í morgun. Aftur skýjað. Kólnandi veður á annesjum norðan lands og austan. Hlýrra til landsins. Dóluðum af stað. Enduðum í Atlavík. Tjölduðuðm þar, heldur var fjólki að fjölga og etv of margt. Fórum svo inn að Skriðuklaustri. Ætluðum í kaffi en enduðum í að fara í leiðsagða ferð um uppgraftrarsvæði klaustursins. Sáum þar grafir og bein og ýmsa hluti sem fornleifarfræðingarnir voru að að sýsla við að grafa upp og koma fyrir. Ekki skemmdi fyrir að bróðir svila míns var leiðsögumaður og fróður mjög um starfið og klaustrið. Dvaldi þar náttúrulega alltof lengi. Fór svo fékk hinn ágætasta kvöldverð í herragarðinum. Lerkisúpu, heimabakað brauð og krækiberjasvaladrykk. Í efirrétt Hrútaberjaskyrköku. Allt úr sveitinni og heimagert. Meira segja mokkakaffið blandað sérstaklega. Aldeilis ágætastur staður.


Hallormstaður

Héldum að Hallormsstað og í kvöldkyrrðinni fengum við okkur göngu um skóginn. Fórum í trjásafnið sem var athyglisvert. Ætla að rækta hengibjörk, blæösp, lindifuru og margt, margt fleiri.


Lagarfljótsormurinn syndir með landi.

Engin ummæli: