20. júlí 2005
Tjaldvagninn
Sá að ég hafði rétt fyrir mér í gær. MIG vantar tjaldvagn. Þá þarf ég ekki að sofaá tjaldbedda. Svo eru fortjöld sem veita skjól. Fór og keypti einn notaðan tjaldvagn, með fortjaldi og geymslukassa á beisli. Sér ekki á gripnum. Skyldi einhver, einhverntíman hafa sofið í honum? Fór svo beint í Landið, afsakið, Stærra-Skálholt. Reistum hann. Að setja upp fortjald þar sem of margar súlur fylgja, getur verið átakanlegt fyrir hjónabönd, jafnvel þau sem hafa varað í mörg ár! Varnaðarorð ættu að vera á pakkningunum. En þetta ímynda ég mér bara. Okkur gekk þetta vel, fyrir utan minn venjulega verkkvíða, sem kemur fram í ýmsum myndum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli