19. júlí 2005

Kaldbakur

Sváfum í landinu, sem nú kallast Stærra-Skálholt. Fórum í morgun kaffi yfir í Rangárþing ytra, að Kaldbak þar sem við höfðum hesta sl. sumar. Ráðagerðir um að flytja hesta þangað og ríða þar umsveitir um næstu helgi. Þurfum að járna alla hestana upp ekki bara þann skólausa. Hittum Finn og Fanneyju og tjaldvagn þeirra. Tjaldvagnar alveg bráðnauðsynleg tæki, gerði ég mér grein fyrir. Sá að nú vantar mig bara tjaldvagn til að vera hamingjusamur og eiga allt.

Engin ummæli: