1. júlí 2005

Dularfræði og rúnir 3

Á Lundinum hjúkkurnar luma
lævísar plata þær suma
Í öllum amast
og mikið hamast
þær knésetja karlana hruma

Byrjandi B2


Svar:

Útskriftir eftir mér bíða,
og tíminn er lengi að líða
Vísur sem nú verð að smíða
valda mér þó nokkrum kvíða.

En viljirðu eftir mér bíða,
mun tími þinn fljótur að líða
þá semjum við böguna blíða
brag sem að berast mun víða

Ferskeytlur fegurstar skrýða
frú sem allt má nú prýða
Olga mig kvelur af kvíða
kanski er hún vísu að sníða.

Á limru sem létt er að hlýða,
laumast hún Vala að smíða.
Með kveðskap konurnar hýða
karla sem fyrir þeim skríða.

Engin á mig aftur mun hlýða
ef áfram þær stöllurnar stríða.
Eftir þrautunum kemur brátt þíða
þá vísurnar hætta að svíða.


Svo kom:

Unað engan annan fann
en að spinna spuna kann
spé og speki spretta
fram af vörum gretta
flaug í guma rann

Spúsa sprettir spori létt
sposk en hefur ekkert frétt
ennþá eykur ljóðamál
alltaf prettir pétur pál
er það ekki rétt?

Byrjandi B2


Þetta fær Pétur og kannsi Páll aðra síðar:

Fléttur nettar nærði þann
létta pretti lærði hann
þéttur klettur þræði spann
sléttar skvettur særðu mann

Engin ummæli: