26. júlí 2005

Kórreksstaðagerði - Loðmundarfjörður

Í botni Loðmundarfjarðar

Komum í gærkveldi í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Þar er félagi vor Kristjánsson að endurbyggja gamalt fjölkyldusetur konu sinnar. Ekki er það langt frá Hvamminu hans Kjarvals. Fengum afnot að húsi eins og við vildum en ákváðum að tjalda í túnfætinum enda með okkar ágæta tjaldvagn í eftirdragi, þann kostagrip.
Heldur var þungbúið veður eftir hlýjindin og sólina til fjalla. Eða eins og veðurlýsingarkonan sagði. Þoka og súld á annesjum en bjartara til landsins. Við náðum því. Nú kom ofning góði úr Ellingsen að góðum notum. Það var sko engin vitleysa að kaupa þá græju um leið og tjaldvagninn, - þann kostagrip.

Eftir morgunmat fórum við yfir í Borgarfjörð eystri. Heldur dumbungslegt var. Fengum okkur ágæta fiskisúpu í Álfasteini og skoðuðum þar fína gripi, héldum svo á Kjarvalssafnið. Ekki birti til og fjallasýn lítil. Dyrfjöll í þoku og skýjum. Ákváðum því að fara fjallveginn yfir í Loðmundarfjörð og þegar við höfuðm farið fyrst skarðið fór að birta til í Húsavík og svo þegar komið var í Loðmundarfjörð var orðið fjallabjart, sól í meðallagi og hlýtt. Fengum kaffi og keyptum heimabakað brauð í Stakkahlíð. Spölluðuðm þar lengi við húsráðendur og fjallavertinn svo og aðra ferðalanga. Héldum svo áfram lengra inn í fjörð að Klyppstaðakirkju. Á heimleið eftir góðan dag var svo haldið til baka sömu leið en þegar nálgast tók Borgarfjörð beygðum við út á Víkurheiði og héldum til Breiðuvíkur og þar yfir gnæfir Hvítserkur sem við sáum reyndar lítið af. Þoka var farin að leggja inn víkur og firði. Létum það ekki aftra för enda átti þetta að vera greiðfær jeppavegur, en reyndist torleið eða torleiði. Komust í Breiðuvík heil áhöldnu í kyrru veðri og dularfullri austfjarðarþoku. Þar var fámennt aðeins skálavarðarhjónin í húsi ferðafélagsins. Þau buðu upp á kaffi og spjall og höfðu frá ýmsu að segja um víkina þeirr fögru. Þaðan var svo haldið upp á Gagnheiði, brattan veg og ekki fyrir lofthrædda að vera undir stýri. Þoka og súld birgði þó sýn og líka niður sem etv var bara ágætt. Komum svo þreytt og ánægð eftir góðan dag, aftur í Kóreksstaðagerði.

Engin ummæli: