29. júlí 2005

Djúpivogur -Skaftafell

Teigarhorn
Föstudagur og verslunarmannahelgi. Að verða ólíft í Atlavík. Tjöld ofan í okkur. Not my cub of tea. Haldið af stað í suðurátt. Ákvörðunarstaður í fjarskanum týndur. Þó komin heimferðarhugur greinilegur, en leiðin löng og drengurinn okkar litli einn heima. Hinn að synda á HM í Montreal. Á að synda í dag líka.

Fórum yfir í Skriðdal. Sáum handan ár og í túnina á Vaði tjaldbúðir náttúruverndarhryðjuverkarmanna eða hvað þeir eru nú kallaðir blessaðir. Fórum Öxi. Berufjörður alveg magnaður svona ofan frá séð. Reyndar líka að neðan.

Berufjörður

Kyngimagnaður kemur í hugann þegar berglöginn eru virt fyrir sér og fossarnir í botni fjarðarins. Stoppuðum við Teigarhorn, skoðuðum sýnishorn bergkristalla en fengum ekki að fara í fjöruna.

Komum svo á Djúpavog. Drifum okkur í sund enda strákurinn okkar að synda 100 m flugsund á HM. Faðirinn ætlar að synda stuðningsund í lauginni á Djúpavogi með Papey ekki svo langt undan. Hætti þó við það þegar sundlaugarvörðurinn bíðst til að sækja sjónvarp og setja út í garð fyrir okkur svo við getum fylgst með og notið sólar íleiðinni. Þar eru ágætir pottar líka. Létum líða úr okkur og fylgdumst spennt með. Sáum krílið okkar synda og standa sig vel. Fengum líka kaffi hjá sundlaugarverðinum. Mæli með sundlauginni á Djúpavogi.

Fengum okkur svo hressingu í Löngubúð áður en lagt var af stað suður.

Ferðin reyndist lengri en við reiknuðum með. Stoppuðum í Lóni og við Hvalsnes þó ekki lengi, enda liðið á dag eftir langa dvöl á Djúpavogi. Héldum svo áfram í Hornafjörð, reyndum að finna landskika vinar okkar, ættuðum frá Hólum í Hornafirði. Þar voru hestamenn og smíðuðu pólokylfur til að leika að breskum heldrimanna skið. Ég er ekki viss um hvernig kyn Óðu-Rauðku hefur plummað sig í því.

En var haldið áfram. Nú stoppað í Skaftafelli, þar vorum við landverðir bæði tvö fyrir 21 ári. Mikið líður tíminn en sumt breytist ekki. Enn eru í gangi ferðir sem við byrjuðum með á þeim tíma. Blómaskoðunarferð að Skaftafellsjökli, söguferð um hlíðarnar og fleira. Ja, þetta gat maður og gerði á sínum ungdómsárum.

Skaftafell var kvatt á ný, enda alltof margir ferðamenn komnir á svæðið. Haldið var inn í nóttina og keyrt á vöktum og drengnum komið á óvart um lágnættið.

Engin ummæli: