27. júlí 2005

Af Geldingafelli


Af Geldingafelli: Dyrfjöll



Vöknuðum í hlýju og björtu veðri í túnfætinum í Kóreksstaðagerði. Sáum loks til fjalla. Yfir gnæfa Dyrfjöll. Drifum okkur af stað í göngu að ráði félaga Ingólfs. Keyrðum upp í Vatnsskarð (leið í Njarðvíkur) og gengum þaðan eftir eggjum, fyrst á Geldingafell (800m) og þaðan er fjallasýn fögur til Dyrfjalla þó ekki sjáist dyrnar þaðan.

Inn til landsins sást Herðubreið, Snæfell og jöklar austan þess. Til norðurs var sást Langanes og Gunnólfsfjall og beint fyrir neðan lág svo Njarðvíkin. Þaðan var haldið eftir hlíðum Súlna að Stóruurð.

Af Geldingafelli. Fljótsdalshérað og Herðubreið í blámóðu fjarskans.

Vatnajökull og Fljótsdalur af Geldingafelli.

Engin ummæli: