30. júlí 2005

Heimskringla

Fórum með tjaldvagninn þann kostagrip í Landið við Kringlu og settum upp. Ætlum að járna hesta um helgina og ríða út næstu viku, en í bígerð að fara um næstu helgi ríðandi frá Fossi á Síðu inn að Lakagígum í góðra vina hópi.

29. júlí 2005

Djúpivogur -Skaftafell

Teigarhorn
Föstudagur og verslunarmannahelgi. Að verða ólíft í Atlavík. Tjöld ofan í okkur. Not my cub of tea. Haldið af stað í suðurátt. Ákvörðunarstaður í fjarskanum týndur. Þó komin heimferðarhugur greinilegur, en leiðin löng og drengurinn okkar litli einn heima. Hinn að synda á HM í Montreal. Á að synda í dag líka.

Fórum yfir í Skriðdal. Sáum handan ár og í túnina á Vaði tjaldbúðir náttúruverndarhryðjuverkarmanna eða hvað þeir eru nú kallaðir blessaðir. Fórum Öxi. Berufjörður alveg magnaður svona ofan frá séð. Reyndar líka að neðan.

Berufjörður

Kyngimagnaður kemur í hugann þegar berglöginn eru virt fyrir sér og fossarnir í botni fjarðarins. Stoppuðum við Teigarhorn, skoðuðum sýnishorn bergkristalla en fengum ekki að fara í fjöruna.

Komum svo á Djúpavog. Drifum okkur í sund enda strákurinn okkar að synda 100 m flugsund á HM. Faðirinn ætlar að synda stuðningsund í lauginni á Djúpavogi með Papey ekki svo langt undan. Hætti þó við það þegar sundlaugarvörðurinn bíðst til að sækja sjónvarp og setja út í garð fyrir okkur svo við getum fylgst með og notið sólar íleiðinni. Þar eru ágætir pottar líka. Létum líða úr okkur og fylgdumst spennt með. Sáum krílið okkar synda og standa sig vel. Fengum líka kaffi hjá sundlaugarverðinum. Mæli með sundlauginni á Djúpavogi.

Fengum okkur svo hressingu í Löngubúð áður en lagt var af stað suður.

Ferðin reyndist lengri en við reiknuðum með. Stoppuðum í Lóni og við Hvalsnes þó ekki lengi, enda liðið á dag eftir langa dvöl á Djúpavogi. Héldum svo áfram í Hornafjörð, reyndum að finna landskika vinar okkar, ættuðum frá Hólum í Hornafirði. Þar voru hestamenn og smíðuðu pólokylfur til að leika að breskum heldrimanna skið. Ég er ekki viss um hvernig kyn Óðu-Rauðku hefur plummað sig í því.

En var haldið áfram. Nú stoppað í Skaftafelli, þar vorum við landverðir bæði tvö fyrir 21 ári. Mikið líður tíminn en sumt breytist ekki. Enn eru í gangi ferðir sem við byrjuðum með á þeim tíma. Blómaskoðunarferð að Skaftafellsjökli, söguferð um hlíðarnar og fleira. Ja, þetta gat maður og gerði á sínum ungdómsárum.

Skaftafell var kvatt á ný, enda alltof margir ferðamenn komnir á svæðið. Haldið var inn í nóttina og keyrt á vöktum og drengnum komið á óvart um lágnættið.

28. júlí 2005

Atlavík - Skriðuklaustur

Lagarfljót. Snæfell í botni Fljótsdals.


Kvöddum Kóreksstaðagerði í morgun. Aftur skýjað. Kólnandi veður á annesjum norðan lands og austan. Hlýrra til landsins. Dóluðum af stað. Enduðum í Atlavík. Tjölduðuðm þar, heldur var fjólki að fjölga og etv of margt. Fórum svo inn að Skriðuklaustri. Ætluðum í kaffi en enduðum í að fara í leiðsagða ferð um uppgraftrarsvæði klaustursins. Sáum þar grafir og bein og ýmsa hluti sem fornleifarfræðingarnir voru að að sýsla við að grafa upp og koma fyrir. Ekki skemmdi fyrir að bróðir svila míns var leiðsögumaður og fróður mjög um starfið og klaustrið. Dvaldi þar náttúrulega alltof lengi. Fór svo fékk hinn ágætasta kvöldverð í herragarðinum. Lerkisúpu, heimabakað brauð og krækiberjasvaladrykk. Í efirrétt Hrútaberjaskyrköku. Allt úr sveitinni og heimagert. Meira segja mokkakaffið blandað sérstaklega. Aldeilis ágætastur staður.


Hallormstaður

Héldum að Hallormsstað og í kvöldkyrrðinni fengum við okkur göngu um skóginn. Fórum í trjásafnið sem var athyglisvert. Ætla að rækta hengibjörk, blæösp, lindifuru og margt, margt fleiri.


Lagarfljótsormurinn syndir með landi.

27. júlí 2005

Dyrfjöll og Stóraurð





Dyrfjöll


Stóraurð er einhver merkilegast náttúrusmíð Íslands. Björg á stærð við hús og blokkir sem hafa fallið úr Dyrfjöllum sem gnæfa yfir. Lygnt vatn og uppsprettur undan urðinni og björgunum. Sléttur grasbalsi.

Álfheimar. Seiðmagnað andrúmsloft. Sól og blíða. Dvöldum lengi. Komum heim í Kóreksstaðagerði upp úrkvöldmat.

Af Geldingafelli


Af Geldingafelli: Dyrfjöll



Vöknuðum í hlýju og björtu veðri í túnfætinum í Kóreksstaðagerði. Sáum loks til fjalla. Yfir gnæfa Dyrfjöll. Drifum okkur af stað í göngu að ráði félaga Ingólfs. Keyrðum upp í Vatnsskarð (leið í Njarðvíkur) og gengum þaðan eftir eggjum, fyrst á Geldingafell (800m) og þaðan er fjallasýn fögur til Dyrfjalla þó ekki sjáist dyrnar þaðan.

Inn til landsins sást Herðubreið, Snæfell og jöklar austan þess. Til norðurs var sást Langanes og Gunnólfsfjall og beint fyrir neðan lág svo Njarðvíkin. Þaðan var haldið eftir hlíðum Súlna að Stóruurð.

Af Geldingafelli. Fljótsdalshérað og Herðubreið í blámóðu fjarskans.

Vatnajökull og Fljótsdalur af Geldingafelli.

26. júlí 2005

Kórreksstaðagerði - Loðmundarfjörður

Í botni Loðmundarfjarðar

Komum í gærkveldi í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Þar er félagi vor Kristjánsson að endurbyggja gamalt fjölkyldusetur konu sinnar. Ekki er það langt frá Hvamminu hans Kjarvals. Fengum afnot að húsi eins og við vildum en ákváðum að tjalda í túnfætinum enda með okkar ágæta tjaldvagn í eftirdragi, þann kostagrip.
Heldur var þungbúið veður eftir hlýjindin og sólina til fjalla. Eða eins og veðurlýsingarkonan sagði. Þoka og súld á annesjum en bjartara til landsins. Við náðum því. Nú kom ofning góði úr Ellingsen að góðum notum. Það var sko engin vitleysa að kaupa þá græju um leið og tjaldvagninn, - þann kostagrip.

Eftir morgunmat fórum við yfir í Borgarfjörð eystri. Heldur dumbungslegt var. Fengum okkur ágæta fiskisúpu í Álfasteini og skoðuðum þar fína gripi, héldum svo á Kjarvalssafnið. Ekki birti til og fjallasýn lítil. Dyrfjöll í þoku og skýjum. Ákváðum því að fara fjallveginn yfir í Loðmundarfjörð og þegar við höfuðm farið fyrst skarðið fór að birta til í Húsavík og svo þegar komið var í Loðmundarfjörð var orðið fjallabjart, sól í meðallagi og hlýtt. Fengum kaffi og keyptum heimabakað brauð í Stakkahlíð. Spölluðuðm þar lengi við húsráðendur og fjallavertinn svo og aðra ferðalanga. Héldum svo áfram lengra inn í fjörð að Klyppstaðakirkju. Á heimleið eftir góðan dag var svo haldið til baka sömu leið en þegar nálgast tók Borgarfjörð beygðum við út á Víkurheiði og héldum til Breiðuvíkur og þar yfir gnæfir Hvítserkur sem við sáum reyndar lítið af. Þoka var farin að leggja inn víkur og firði. Létum það ekki aftra för enda átti þetta að vera greiðfær jeppavegur, en reyndist torleið eða torleiði. Komust í Breiðuvík heil áhöldnu í kyrru veðri og dularfullri austfjarðarþoku. Þar var fámennt aðeins skálavarðarhjónin í húsi ferðafélagsins. Þau buðu upp á kaffi og spjall og höfðu frá ýmsu að segja um víkina þeirr fögru. Þaðan var svo haldið upp á Gagnheiði, brattan veg og ekki fyrir lofthrædda að vera undir stýri. Þoka og súld birgði þó sýn og líka niður sem etv var bara ágætt. Komum svo þreytt og ánægð eftir góðan dag, aftur í Kóreksstaðagerði.

25. júlí 2005

Úr Krepputungunni / í Sænautasel

Sænautasel. Bærinn.


Eftir svaðilfarir fyrr í dag var ánægjulegt að komast í átt að byggð. Fórum yfir Þríhyrningsfjallgarð eftir að við komum úr Krepputungu og í stað þess að fara niður að Möðrudal á Fjöllum héldum við niður að Snæutaseli, fjallabraut nokkuð austar. Fórum fram hjá vötnunum á Jökuldalsheiðinni og við Ánavatn sáum við fjóra unga fálka á flugi. Nokkuð sem ég hef ekki sé áður. Einn satt í vegkantinum og leyfði okkur að skoða sig í kíki, en myndataka fór fyrir ofan garð og neðan.

Útihúsin og hlaðan. Nú Cafe Sænautasel.

Komum svo í Sænautasel og fengum þar kaffi og lummur í gamal torffjárhúsinu og skoðuðum húsakost torfbæjarinns undir leiðsögn. Vorum mjög imponeruð.

Jökulsá á fjöllum / landvarsla á kvarthundrað ára fresti


Vorum í Drekagili aðra nótt en þá gerði vestan rokk með miklum kviðum. Ekki varð svefnsamt í tjaldvagninum, -þeim kostagrip. Um morguninn var en allhvast og ský dregin fyrir sólu og yfir Dyngjufjöllum, en allar spár í þá veru að birta myndi til. Ákváðum þó að fresta frekari göngu um Öskju og ferð að Mývetningahrauni og Suðurskarði eða Jónsskarði en þaðan má sjá niður í Dyngjufjalladal. Þar er nú stikuð leið yfir í Suðurárbotna og Svartárkot í Bárðardal. Ganga þar um sett á listann langa.

Héldum austur á boginn, leið um brú á Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Svo um Krepputungu og brú á Kreppu yfir á Möðrudalsöræfim Vorum á ferð um hádegisbil þegar tilkynning kom í fréttum að búið væri að loka veginum í Herðubreiðarlindir vegna vatnavaxta í Lindá, og ferðamönnum bent á örugga leið um brýr við Upptyppingar. Ekki höfðum við ekið lengi þegar við fórum að sjá Jöklu beljandi yfir árbakka og út á sandinn í Ódáðahrauni. Við brúna var vegurinn í sundur og áin mikilúðleg. Við höfðum þó séð jeppa rétt á undan okkur og hann komin yfir brúna svo við töldum okkur væri óhætt að leggja í ána, þó svo almennt sé ekki ráðlegt að reyna að keyra mikið út í Jökulsá á Fjöllum. Frúin var undir stýri og hvött til aðláta vaða sem og hún gerði, og var þetta hennar frumraun í akstri í jökulvatni. Álinn, eða ræsið sem Jökla var búin að grafa við brúna var heldur dýpri en við reiknuðum með, þó svo við hefðum náttúrulega engar forsendur til að reikna með einu eða neinu. En yfir komust við með okkar forláta tjaldvagn í eftirdragi. Svo var farið hratt yfirbrúna, með hröðum hjartslættin og hjarta nálægt buxum.

Svo var brunað niður Krepputunguna enda Kreppa gamla þekktari fyrir að vera farartálmi á þessari leið. Ekki gátum við látið vita af þessu en gamli landvörðurinn komst í ham og stoppaði alla bíla sem hann mætti, enda straumur stórra sem smárra bíla á þessari leið eftir að hafa verið vísað á hana við Lindána þar sem þeim hafði verið snúið við. Aðrir þó grandalausir um að á þessari leið gætu leynst hættur eða jökulsár. Svo nú sást landvarsla sem ekki hafði sést í 25 ár eða kvarthundrað ár. Rútubílsjtóra skipað að hringja í 112, Húsavíkurlögregluna og Vegagerðina. Ekki mátti það vera minna.

Áfram var haldið til byggða og neðarlega í krepputungunni hafði Jökulsánni (á Fjöllum) vaxið svo að hún sullaðist yfir veginn nokkur hundruð metrum frá árfarvegi. Kreppa sem venjulega er verri farartálmi á þessari leið sást ekki fyrr en neðar og þá líka mikil vöxtur í henni líka, enn lét hún þó veginn í friði og yfir brúna komumst við. Þeirri stund var ég fegnastur.

24. júlí 2005

Víti / Drekagil



Eftir góða nótt í fjallasal Dyngjufjalla fórum við inn í Öskju, gengum að Víti og svo yfir bátshraun langleiðina í Suðurbotna í glampandi sól. Áðum við vörðu Knebels og sulluðum aðeins í Öskjuvatni áður en farið var í bað í Víti. Þar dólað og svo gengið heim. Um kvöldið fórum við svo inn í Drekagil og heilsuðum drekum og tröllum.



Víti og Öskjuvatn í Dyngjufjöllum

Askja

Við Drekagil í Dyngjufjöllum.
Komum í Öskju í gærkveldi. Höfuðum dvalið lengi í Grafarlöndum og svo komum við í Herðubreiðarlindum en stoppuðum stutt. Kíktum í Þorsteinskála, þar var margt breytt og flest á verri veg. Landvörður lítt reyndur og lítt til viðræðu við eldri og reyndari menn. Vildi við reistum okkar tjaldvagn, -þann kostagrip á melum utan ár. Það fannst nú gömlum kempum ekki gáfulegt, með Jökulsá á Fjöllum í vexti, og sullandi um eyrarnar í kring. Tjaldstæði á lægsta punkti eyranna í Lindarhorni. Ekki gáfulegt né ásættanlegt, amk ekki fyrir okkur sem höfum minni til þess þegar hún Jökla náði sér vel á strik og hljóp yfir lindarhornið. Og hún í ham. Fórum því inn í Drekagil í Öskju. Keyrðum fyrst að uppgöngu Herðubreiðar, enda hafði vegur allur verið færður til og gerður að sléttum fólskbílavegi og allur mikið betri en hér í den. En í mínum huga mun verri því nú voru engar torfærur eða svaðilfarir ef frá eru skyldar vatnsmagn í Lindaá sem var næstum ófær. Því skyldi farin 10 km spotti að Herðubreið og það tók rúman klst í torfærum. Þá var nóg komið af jeppaleik og hugað að því að klífa fjallið. En því miðr eða sem betur fer hafði fjalladrottningin dregið ský á kollin, svo uppgöngu frestað.
Snæfell séð úr Drekagili
Náðum svo háttum í Drekagili og tjölduðum þar. Herðubreið, Snæfell og aðrir tindar skýjalausir, kannski bara best þannig og í fjarska.

23. júlí 2005

Ódáðahraun / Grafarlönd

Eyrarrós í Ódáðahrauni

Súld í morgun við Mývatn. Veðurlýsing með betra veðri til fjalla. Ákveðið að fara lengra austur og svo ákveða hvert farið yrði. Enduðum upp í Ódáðahrauni. Á leið í Herðubreiðarlindir stoppuðum við í Grafarlöndum, litlu leyndarmáli á leiðinni, sem fáir þekkja vel. Gengum þar inn í botn að lindum og uppsprettum Grafarlandaár. Dvöldumst nokkuð. Sáum önd með unga sem fór í feluleik við okkur. Aðra sem kom syndandi undan bakkanum og flaug strax á braut. Stóðum þar drjúga stund og virtum fyrir okkur hvernig silfur tær lindin streymdi upp um sandbotn og þar voru tvö fiskar á sveimi sem hefðu reynst sumum veiðimönum auðfengin bráð. Horfðum lengi á þessi náttúruundur. Þá okkur til undrunar kom önnur önd kafandi undan bakkanum og átti erfitt með að komast fram hjá sandrifi í lindinni og synti kafsund fram og til baka lengi, lengi og þetta horfðum við á nokkuð angdofa af undrun og hrifningu. Héldum að hún myndi kafna ef hún færi ekki að skjóta upp kollinum. En það gerði hún ekki og að lokum fann hún leið með bakkanum og upp á grynningar ofar í lindinni og þar hóf hún sig á loft.

22. júlí 2005

Nýjidalur / Mývatn

Seiður magnaður við Mývatn

Vöknuðum í morgun í heiðskýru, bjart til jökla. Fórum í gær á Sprengisand, með tjaldvagninn, -þann kostagrip. Eftir að hafa vígt hann á allra handa máta og reist tjaldvagn í gær í landinu okkar, tókum við hann saman, án teljandi erfiðleika og héldum til fjalla. Fyrsta stopp á Flúðum, fórum í sund og versluðum eitthvað smáræði og svo brunað upp á brunasand. Ekki ský á lofti, hiti 20C og við á bíl með tjaldvagn, -þann kostagrip í eftirdragi. Sáum jökla koma nær og tignarlega. Eyðilegir sandar einstaka Eyrarrós. Komumst vandræðalaust í Nýjadal og tjölduðum þar. En sú sæla og fjallaró.

Svo var haldið áfram norður af. Miklar vangaveltur um Gæsavatnaleið en afráðið að gera það ekki af tillitsemi við tjaldvagninn, -kosta grip. Nokkur kvíði fyrir Fjórðungskvíslinni. Biðum þar nokkra stund uns Unimog kom og öslaði yfir ána. Þá sáum við vaðið. Vildi sýna aðgát enda farið þar á bóla kaf í bíl fyrir rúmum 20 árum, en allt fór það vel fyrir snarræði bílstjórans, þó svo ég segi sjálfur frá.

Héldum niður af Sprengisandi. Stoppuðum oft og lásum í landslagið. Fórum að Hrafnabjargarfossi og Aldeyjarfossi þeirri ótrúlegu náttúrusmíð. Næst um Þingeyjarsýslu. Keyptum kók í bauk á Fosshóli og tjölduðum við Mývatn.

Jazztónleikar ágætir um kvöldið í Gamla húsinu, þar sem ég á yngri árum laumaðist í sturtu hjá stúlkunum á hótelinum sem þar bjuggu. Það var á landvarðaárum í Herðubreiðarlindum og Öskjum. Ja, svona fyrir 25 árum. En hvað tíminn getur flogið. Hittum þar á barnum hótelstjórann sem mundi eftir landavarðaárunum og konu hans, skólasystur mína. Áttum þar ánægjulega stund. Ráðgerðum gönguferðir að þeirra ráði að morgni.

21. júlí 2005

Góð nótt og enn betri dagur.

Það er sko munur að eiga tjaldvagn. Þetta er kosta gripur, ég sé það strax og finn það á skrokknum. Svaf vel í nótt, pakkaði saman tjaldbeddum. Þeir eru til sölu, eða verða notaðir sem sólbekki í Stærra-Skálholti um ókomin ár, eða sem minnismerki um kaupæði húsbóndans. En það verður sko tjaldvagninn ekki. Hann skal notaður og honum hrósað. Kostagripur.

20. júlí 2005

Tjaldvagninn

Sá að ég hafði rétt fyrir mér í gær. MIG vantar tjaldvagn. Þá þarf ég ekki að sofaá tjaldbedda. Svo eru fortjöld sem veita skjól. Fór og keypti einn notaðan tjaldvagn, með fortjaldi og geymslukassa á beisli. Sér ekki á gripnum. Skyldi einhver, einhverntíman hafa sofið í honum? Fór svo beint í Landið, afsakið, Stærra-Skálholt. Reistum hann. Að setja upp fortjald þar sem of margar súlur fylgja, getur verið átakanlegt fyrir hjónabönd, jafnvel þau sem hafa varað í mörg ár! Varnaðarorð ættu að vera á pakkningunum. En þetta ímynda ég mér bara. Okkur gekk þetta vel, fyrir utan minn venjulega verkkvíða, sem kemur fram í ýmsum myndum!

19. júlí 2005

Kaldbakur

Sváfum í landinu, sem nú kallast Stærra-Skálholt. Fórum í morgun kaffi yfir í Rangárþing ytra, að Kaldbak þar sem við höfðum hesta sl. sumar. Ráðagerðir um að flytja hesta þangað og ríða þar umsveitir um næstu helgi. Þurfum að járna alla hestana upp ekki bara þann skólausa. Hittum Finn og Fanneyju og tjaldvagn þeirra. Tjaldvagnar alveg bráðnauðsynleg tæki, gerði ég mér grein fyrir. Sá að nú vantar mig bara tjaldvagn til að vera hamingjusamur og eiga allt.

18. júlí 2005

Slæm útreið

Komumst bæði í fríi um helgina. Loksins ekki einn. Fórumí útreiðartúr um Grímsnesið. Riðum að ármótum Brúaráar og Hvítár. Lentum í mýrlendum túnum bændanna þar. Frúin reið hratt og reif eina skeifu undan Glóa kallinum. Þá er hann úr leik í bili. Höfum annar kannað reiðleiðir þar og ágætar eru sumar en ekki langar nema ef vegi fylgt, Sólheimabrautinni. Ekki sem verst að vera á þeirri braut, svona almennt í lífinu. PS sváfum í tjaldi. Tjaldabeddar ekki góðir til margra nátta dvalar. Svei mér ef vindsæng er ekki betri?

15. júlí 2005

Sólheimasinfónía

Var í gær fyrir austan að stýra beit, þó þess sé náttúrulega ekki þörf. Hef þó gaman af því. Sat lengi einn á þúfu, enda nóg af þeim. Þessi myndi eflaust kallast hraukur sumstaðar, enda að hluta til af mannavöldum. Hlustaði á kyrrðina, sem var í raun athyglisverð. Það var nefnilega svo margt í gangi, fuglasöngur svo undirtók. Þar sungu, hver með sínu nefi, í þó nokkurri harmóníu, spóar, stelkar, hrossagaukar og jaðrakan. Undirtóku svo ein maríuerla og lækjarniður. Það gljáfraði í skurðinum þar sem vatnið sitraði niður og lék við máða steina. Þar var ein önd á sundi, en svo flaug hún upp með tilheyrandi skvampi og busli. Ylmur af reyrgresinu sem ég hef verið að agnúast útí var svo góður. Því var þetta margra vita sinfónía, heyrn, sjón, þefur og snerting því hægur blærin kyssti kinn gældi við stráin allt um kring. Hrossin komu og snusuðu í kringum mig, eru farin að kitla mig með snoppunni. Hófur og Glói farnir að færa sig upp á skaptið og nudda henni við kinn mína, nokkuð sem ég er ekki alveg í rónni með en læt eftir þeim. Í lokin kom ég svo auga að ref eða minnk hlaupa yfir sólheimabrautina og stinga sér inn á land nágrannans, þess næst-næsta, þ.e. Guðmundar í þarnæsta landi. Þar varð upp fótur og fiður og tónninn breytist. Síðan hélt söngurinn áfram með nýjum sinfónísku áherslum. Íslands var það lag.

12. júlí 2005


Þeir róast sem fiska

Ný útgáfa af gömlu máltæki, lærði þetta hjá ofurveiðimanni
og frú hans og dætrum tveimur
(myndina gerði Þorbergur, vinur minn, Hjalti Jónsson)

8. júlí 2005

Vinnuskúr

Vinnuskúra má nota til ýmissa verka og athafna.

Var annars að ræða við ráðunaut hjá búnaðarsambandinu. Hann ætlar að hjálpa mér að leggja línur með framræstluskurði. Mér finnst ég vera eins og vel vopnaður bóndi þessa daganna. Vopnaður stígvélum og járnkarli.





(P.S. Þetta eru ekki við hjónin að smíða vinnuskúrinn sem mig dreymir um, ef einhver er ekki viss.)

Kabalarian fræði

Rakst á þessi undarlegu fræði. Forvitnin náði yfirhöndinni og ég lét analysera nafnið mitt.

Although the name ****** causes an active mind and a restless urge to explore new ideas, we emphasize that it causes an unscrupulous, materialistic approach that frustrates higher humanitarian qualities. This name, when combined with the last name, can frustrate happiness, contentment, and success, as well as cause health weaknesses in the solar plexus and reproductive organs.

The name of ****** creates a very aggressive and independent nature, one with big ambitions, giving you original, progressive, large-scale ideas, salesmanship and promotional ability as well as the excellent business judgment which enables you to gain the financial accumulation to which you feel entitled. You have a versatile, restless nature, and could do any job well, although you would not like to do menial tasks. You are seldom satisfied and are always seeking something new.

7. júlí 2005

Aðþrengdur í kvöld

Í kvöld sjáum við aðþrengdar eiginkonur. Mun auðvitað horfa á það með minni konu. En minn maður er nú mikið frekar Tony en hún horfir aldrei á Sopranós með mér. Skrítið. Ég hlýt að vera vel taminn eða sjónvarpssjúkur. Annars aldrei að vita nema ég skjótist austur í Land í kvöld. Var þar í gærkveldi. Fór eftir vinnu. Ágætt veður í Rvik, 11-13C en í Landinu 19C og logn. Sælureitur. Dundaði við að færa rafmagnsgirðinguna. Þykist vera að stýra beitarálagi, en hestarnir sjá alltaf við mér og komast út úr girðingunni á einn eða annan hátt. Nú setti ég rafmagnsgirðingu allt í kring, svo það ætti að halda. Er spenntur að sjá. Annars er of mikið reyrgresi í landinu. Smakkast eins og cumin kryddið. Hestarnir eru ekki hrifnir af því. Í gær komust þeir í tæri við lynggróðurinn og ég hélt þeir myndur éta grasið í kringum víðirunnana, en svo er nú ekki. Það verður því flókið að beita á eftir hluta landsins þar sem víðirplöntur og fjalldrapi eru einkennisjurtir og hafa tekið vel við sér. Inn á milli eru grasspildur sem ég vil beita, þarf greinilega mikið rafmagn og fleiri rafstöðvar ef það á að takast. Sá að nágranni minn er að reisa einn af þessum 20fm bústöðum, sem er púslað saman. Er að deyja úr löngun að geta byrjað á slíku. Þarf alveg nauðsynlega að koma mér upp vinnuskúr. Er aðþrengdur eiginmaður sem á ekki vinnuskúr. Verð að tala við "friend of ours".

6. júlí 2005

Silvo-pastoral búskapur

Lærði þetta um helgina síðustu. Var í útilegu, í roki og rigningu á Suðurlandi. Sem betur fer rok annan daginnog rigning hinn en ekki hvort tveggja í einu. Tjölduðum á Þingvöllum í tvær nætur, ásamt GG og dætrum þeirra. Ein lítil frá Trekt með með líka. Þær stöllur þrjár á aldrinum 2 til 5 ára, kátar og glaðar með útileguna. Æfðu þúfnagöngulag og klifu hamrabeltinn við Hvannabrekku. Náðum að gera ótrúlega margt. Fórum í Sólheima, þar var mikið leitað að heimili sólarinnar enda rigndi á meðan. Þar voru stórir pollar sem mikið var buslað í. Síðan tónleikar í Skálholti þar sem einn úr fjölskyldunni söng ástaóð úr Biblíunni, þ.e. ljóðaljóðin við lög frá endureisnartímanum. Næst var kaffi að hætti Skálholtsstaðar með kanelkökum og lummum. Stórfjölskyldan, þ.e. konu minnar var auðvitað mætt enda þeim það skylt þar sem BI var að syngja. Þaðan farið í landið með stóra ellinu og stúlkur tvær fóru á hestbak. Fengu hann Hóf minn. Ekki vildu þær vera lengi enda þurfti að ríða berbakt. Fékk ráð frá tengdaföður um landið. Þarf að ræsa fram mun kalla til ráðunaut bænda sunnanlands í það verk. Hann var nýkomin af ráðstefnu um silvopastoral búskap. Hann erum við að fara að stunda, vissum bara ekki að hann héti svona fínu nafni. Þ.e. skógrækt og beit saman. Síðan var skundað á Þingvöll og naut sett yfir eld og kokkað stutt og reyndist það vel. Tengdó fóru svo í bæinn. Við í okkar tjaldi eru orðin gömul og því sváfum við í beddum ágætum sem ég hafði fest kaup á fyrir helgina. Vorum því ferðafélögum okkar til lítillar skemmtunar um miðnættið, hvað þá lágnættið. Sofnuðum á undan stúlkunum, sem mótmæltu hástöfum því að fara að sofa. Næsta morgun var rok og reyndar um nótttina líka. En þó var þurrt sem var framför frá deginum áður. Sátum lengi yfir almennilegu kaffi, með flóaðri og þeyttri mjólk. Engin ástæða til að hafa ekki almennilegar tjaldgræjur með sér, eins og mjólkurþeytara, þessa littlu og nettu. Sátum of lengi, því loks fór að rigna og þá tókum við saman tjaldið, enda tilheyrandi í íslenskumútilegum að taka niður blautt tjald. Til stóða að veiða murtu í Þingvallavatni en því frestað vegna veðurs. Þess í stað haldið að Eyrarbakka að skoða eignir samferðafólks okkar og leita húsaskjóls. Etv renna fyrir marhnút í höfninni. Stoppuðum á fallegum stað sem heitir Hafið bláa, veitingastað við Ölfusaárósa, alveg í fjörunni. Minnti helst á veitingastaði á Kaliforníuströnd. Brimaldan brotnaði fyrir utan og við fengum þar miðdegishressingu og gengu svo í fjörunni og lékum við báruna. Síðan haldið í kaffi í Eyrarbakka húsið, þar sem stytta af Gretti gætir hlaðs og húss. Þar voru fyrir frægt fólk. Drukkum þar kaffi en í smæð okkar héldum við fljótt á brott og kvöddum þar ferðafélaga okkar sem hugðust gista í eign sinni við hafið. Með okkur kom littla skottan frá Trekt og virtist ánægð með að vera á heimleið eftir viku úthald með frænkum sínum. Fór reydnar að tala um þegar Reykjavík nálgaðist að hún vildi halda áfram í útilegu. Svona kallar náttúra Íslands.

1. júlí 2005

Dularfræði og rúnir 3

Á Lundinum hjúkkurnar luma
lævísar plata þær suma
Í öllum amast
og mikið hamast
þær knésetja karlana hruma

Byrjandi B2


Svar:

Útskriftir eftir mér bíða,
og tíminn er lengi að líða
Vísur sem nú verð að smíða
valda mér þó nokkrum kvíða.

En viljirðu eftir mér bíða,
mun tími þinn fljótur að líða
þá semjum við böguna blíða
brag sem að berast mun víða

Ferskeytlur fegurstar skrýða
frú sem allt má nú prýða
Olga mig kvelur af kvíða
kanski er hún vísu að sníða.

Á limru sem létt er að hlýða,
laumast hún Vala að smíða.
Með kveðskap konurnar hýða
karla sem fyrir þeim skríða.

Engin á mig aftur mun hlýða
ef áfram þær stöllurnar stríða.
Eftir þrautunum kemur brátt þíða
þá vísurnar hætta að svíða.


Svo kom:

Unað engan annan fann
en að spinna spuna kann
spé og speki spretta
fram af vörum gretta
flaug í guma rann

Spúsa sprettir spori létt
sposk en hefur ekkert frétt
ennþá eykur ljóðamál
alltaf prettir pétur pál
er það ekki rétt?

Byrjandi B2


Þetta fær Pétur og kannsi Páll aðra síðar:

Fléttur nettar nærði þann
létta pretti lærði hann
þéttur klettur þræði spann
sléttar skvettur særðu mann

Dularfræði og rúnir 2

Síðdegis í gær héldu sendingar áfram frá hinum dularfulla byrjanda B2. Allt tal hans um brokk og tölt varð til þess að honum var sent:

Karlinn kom raulandi og rokkandi
raunamæddur og brokkandi
en á þessu tölti
líktist mest gölti
og þótti ekki beint lokkandi.

því var svarað af byrjandandum b2:

Það var eitt sinn læknir í leti
lá og hugsaði í fleti
hver er hún nú
sú kveðskaparfrú
finn hana þótt fari á feti

Byrjandi á B2

og því varð að svara auðvitað:

Í fleti lá lengi frúin
flöt og var alveg búin
í ferlegri leti
fór samt á feti
og fangaði ferskeytlu lúin


og enn kom sending af deild b2 nú með öðru sniði.

Mærina og manninn mest
miklaði á meðan
Ekki alltaf er það best
er ofrís þar að neðan.

(Höf mjög óþekktur og vill helst ekki kannast við þennan kveðskap)


því var svarað fyrir kvöldmál:

Óþekkt mun mennina plaga
því mærin strax fer að klaga
ef gerist á meðan
að gallinn að neðan
með ofrisinu athöfn vill bjaga


Var þá mál að linni.