30. ágúst 2006

Jákvæðni

Sótti drengina mína á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þeir lentu um miðnætti kátir og hressir. Orðnir franskir í fasi. Hádegisverður aldrei undir 2 klst, lágmark. Allt silvúble mussju.

Las þessa lesningu í jákvæðni á mæspeis hjá öðrum þeirra:

Rigningin minnir mig a eina af morgum sundferdum minum i rigningu. Eg sat i pottinum og hlyddi a samtal folks, sem er gott ahugamal. Nokkrar gelgjur spurdu hverja adra um uppahalds arstidir. Eitt svar fangadi athygli mina (ath. tetta er ekki tekid ur One Tree Hill eda The OC).

Gelgja#1: Eg elska allt vedur.

Gelgja#2: Nu?

Gelgja#1: Ef tad er sol, ta er svo gaman. Snjor minnir mig svo a jolin og tad er svo romantisk ad kyssast i rigningunni.

Gelgja#3: En myrkrid a veturna?

Gelgja#1: Ta er romo yfir kertaljosi og a sumrin er svo gaman ad gleyma ser a kvoldin. Tad er dagur alla nott, segir hun mjog anaegd med sig.

Hinar voru kjaftsopp, en eg beit i tungu mina.

Hjortur Mar: En hvad med slabb og tolf vindstig a sama tima?

Gelgja#1: Ae, tad er svo gaman ad fjuka.


Kannski ég reyni að læra af þessu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tær snilld

Guðný Pálína sagði...

Já maður mætti kannski alveg tileinka sér eitthvað af þessari lífsspeki sem þarna kemur fram ;-)

ærir sagði...

þau finnst gullkornin hjá ungdómnum.