22. ágúst 2006

Half man og Hálfmáni













Hálfmáni er 4 vetra, og kemur nú í annað sinn í hausttamningu. Hann hefur skap og mikla frelsisþrá. Hefur ekki viljað láta handsama sig. Í allt sumar farið undan í flæmingi þegar við nálguðumst. Stokkið yfir gerði og brotið niður fremur en láta handsama sig. Mér tókst þó með harðfylgni og lagni (og ómetanlegri og faglegri hjálp frá 3F; Fingurbjörg, Finnur og Fanney) að koma á hann böndum og við snertinguna gaf hann sig eins og í fyrra. Fylgdi mér inn í kerruna sem flutti hann í bæinn. Reyndar reisti hann ig upp á afturfæturnar og stökk jafnfætis inn í kerruna til mín. Járningar voru með látum.

Í gær gekk ég hinsvegar að honum í gerðinu. Held hann treysti mér og viðurkenni. Það er góðs viti, því þetta er mikið hestefni. Hann fallegur, glófextur og með þessa sérstöku stjörnu á enni sem gefur honum nafn. Rauði liturinn hefur verið að dökkna og líkist meir og meir Glóa, enda er faðir Hálfmána Marvin frá Hafsteinsstöðum föðurbróðir Glóa (sonur Huga frá Hafsteinsstöðum).

Amma Glóa og Hálfmána er Sýn frá Hafsteinsstöðum sem er undan Feyki sem er sonur Rauðs frá Kolkuósi.

Hálfmáni er svo sammæðra Hófi mínum, báðir undan Nánös frá Ásgeirsbrekku.

Engin ummæli: