14. ágúst 2006

Hestamennskan í haust

Hér erum við Hófur með Snæfellsjökul í baksýn. Í kvöld fer ég að ná í ótemjurnar mínar að Kaldbak. Búinn að fá tamningamann til verksins. Hann tamdi bæði Hóf og Glóa með frábærum árangri. Nú fær hann frænda þeirra, hann Hálfmána til að glíma við og tekur Greifa til gangsetningar. Hálfmáni er sammæðra við Hóf. Báðir undan henni Nánös frá Ásgeirsbrekku. Faðir Hófs er Páfi frá Kirkjubæ, en faðir Hálfmána er Marvin frá Hafsteinsstöðum. Nú fara hauststörfin að hefjast.

(Þessi mynd er úr Fingurbjörginni)

Engin ummæli: