18. ágúst 2006

1612

Þórdís Halldórsdóttir viðurkennir þegar á að pína hana til sagna að mágur hennar, Tómas Böðvarsson Sólheimabóndi, sé barnsfaðir hennar. Hann strauk af héraðsþinginu og hvarf í þoku, en eftirleitarmönnum þótti líkast göldrum hvernig hann komst undan. Skömmu síðar dró Þórdís játningu sína til baka. Tómas komst undan til Englands en kona hans giftist aftur á Vestfirði. Í Alþingisbókum 1618 er skýrsla danskra yfirvalda um málið, þar er Þórdísi talið til tekna að Tómas kunni að hafa notað galdur til að komast yfir hana.


Viskubrunnur

Engin ummæli: