Kjarrá í Borgarfirði (mynd af netinu)
Maríulaxinn kom úr Kjarrá, kl 17.21. Veiddur með Hitch túbu, Blue charm flugu á stöng og línu nr 6. Hængur 5 pund fékkst í Colonel / Lambastreng.
Leiðin lá um torfærur og djúp vötn upp í heiðarlöndin upp að Tvídægru með Eiríksjökul í baksýn.
Veiðihúsið langt upp í heiðarlöndum þar sem engin á leið um nema fuglinn fljúgandi, laxinn í ánni og veiðmaðurinn
Í baráttu við stórlaxinn
Sýnd veiði en ekki gefin, skemmtileg barátta en ójafn leikur..
Guðbrandur kastar flugunni í Neðra Rauðaberg.
Á efsta veiðisvæðinu er ekki akvegur eða troðningur og stutt síðan menn hættu að fara á hestum á veiðistaðina. Klukkustundagangur var í náttúruparadís heiðarlandanna og orðið stutt upp á Tvídægru. Reyndar höfðu sumir veiðifélagarnir, stórlaxarnir með sér einkaþyrlu til að komast á efsta svæði. En við félagarnir, ónei, við þrömmuðum þetta og nutum útivistarinnar.
Árni við veiðar við Efra Rauðaberg
...og mágarnir búnir að landa einum vænum.
Sá stærsti veiddist líka á Blue charm hitch flugu, en í þetta sinn í Svörtu rollum á Gilsbakkaeyrum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
til hamingju með Maríulaxinn þinn bróðir
Það er "einkaþyrlu til að komast á efsta svæði", sem er að gera útaf við það sem einu sinni hét "veiðimennska" og "bera björg í bú"! Það sést langar leiðir að þetta hefir eigi verið leiðinlegur túr og ekki skemmdi Marían, til hamingju með það. Blóðgun hefir greinilega verið gerð á rækilegan máta.
Halur
Skrifa ummæli