
Á síðasta degi ferðarinnar var riðið frá Görðum að Búðum á Snæfellsnesi. Fjaran má muna sinn fífil fegurri. Mikið grjót hefur skolast á land og spillt góðum reiðleiðum. En hestarnir voru sprækir. Riðið var í tveim áföngum á milli staðanna og í áningu var skipt um hest. Í stóðinu voru 44 hestar þurfti því að reka 31 hest með og oft var mikil ferð á lausu hestunum. Við kölluðum það flóttareið þegar hleypa þurfti hratt á undan til að halda forystunni. Áfangar voru ekki langir 20-25 km á hverjum degi. Skipt var um hesta reglulega og bandið slegið um stóðið meðan lagt var á nýjan hest.

Á leiðinni urðu á vegi mínum kríu og lóu ungar og í einni ánni, sennilega Lýsu sá ég lax velta sér. Nánari tengsl við náttúruna er varla hægt að hugsa sér.
Áning við Búðir.
Reiðleiðin frá Görðum (Langholti) að Búðum er 15 kom og riðum við hana fram og til baka. Sumir sundriðu Búðaós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli