23. ágúst 2006

Silfursleginn máni

Silfursleginn máni sína göngu hefur
sendir kvikult ljós yfir rökkvuð mið
það er fátt sem bærir á sér meðan sólin sefur
ég sit og vaki enn hljóður við þína hlið

Heyri hvernig þögnin nær að hemja vindinn
heyri hvernig þú dregur andann létt
friðsælan vetrarmána ber við fjallatindinn
fyrr en varir hafið er spegilslétt

Ótal stjörnur kvikna sem hafa enst til að skína
alla þessa leið til þess eins að sjá fegurð þína

En nóttin hún er köld svo lengi að líða
læsir um mig greip og herðir að
ég veit svo ósköp vel að ég þarf að bíða
og vona að hún finni brátt nýjan samastað
er tíminn stendur kyrr augnlokin hætta að hlýða
höfgi sígur á en þá man ég það
að ótal smáar stjörnur hafa enst til að skína
alla þessa leið til að eins að sjá fegurð þína


svona er ljóð Braga V. Skúlasonar við lag Lucio Dalla.

Engin ummæli: