29. ágúst 2006

Smjörbítillinn hennar Fóu feykirófu

Rakst á eftirfarandi spurningu á vísindavefnum:

Á Hólssandi ekki langt frá Dettifossi er merkt á landakort örnefnið ‘Smjörbítill’. Hvað er smjörbítill og hvað merkir orðið ‘bítill’?
Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. Hann var jafnan í búri hjá móður sinni og „át það af matnum er hann vildi helzt; því var hann Smjörbítill kallaður“(V:168). Þarna mætti hugsa sér að smjörbítill merkti: ‘sá sem bítur smjör, það er neytir þess sem best er’. Smjör var eitt sinn eftirsótt munaðarvara og því var nærtækt að líkja einhverjum góðum kosti við smjör. Á landnámsöld var gæðum landsins lýst þannig að „þar drypi smjör af hverju strái“. Er þar átt við góða haga fyrir búfénað.

Engin ummæli: