Á leið minni norður á Berjadaga sótti á mig svefn. Fór heim að Hólum og beiddist náttgreiða. Ilmurinn af björkunum í Biskupsgarði tók á móti mér. Kvöldið var heitt og rakt. Rétt eins og á erlendri grund. Fékk herbergi í gamla skólahúsinu með útsýni yfir upplýstan klukkuturninn og dómkirkjuna á Hólum.
Vaknaði snemma í glampandi sólskini og heilsaði mér Hjaltadalur í skrautbúningi. Minntist 19. ágúst með gönguferð upp í Hólabyrðu og um staðinn. Skoðaði kirkjuna og fornminjar. Auðunnarstofa lokuð. Borðaði heimabakað brauð með rúllupylsu í morgunmat.
19. ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli