22. ágúst 2006

Stígandi ÓF













Stýrishúsið í hvamminum

Morgunskugginn
á blökkum eikarþiljum
og græna röndin
á kaffifantinum.

Hann treður aftur í pípuna,
plönturnar geta svo sem vel beðið.

Svo rennir hann niður
brúarglugganum
en kallar ekki

konan sefur
í káetunni.

Þannig yrkir Sigurlaugur Elíasson, um Unaðsstaði í ljóðabók sinni Lesarkir landsins. Við ána sem stýrishúsið stendur við og kemur ofan af Reykjaheiði, orti Davíð Stefánsson Dalakofann. Sestu hjá mér Dísa....
Þetta er kyngimagnaður staður.

Engin ummæli: