2. ágúst 2006

Fanna skautar faldi háum

Gekk á Skjaldbreið með vinnufélögum í gærkveldi.


Leiðin var grýtt og löng en ekki brött.

útsýni til Hrafnabjarga og Þingvallavatns var óviðjafnanlegt.

í norðri blöstu við jöklar. Þórisjökull, Ok og Langjökull.
Í fjarska mátti greina: Vestmannaeyjar, Apavatn, Kerlingafjöll, Jarlhettur, Tindfjöll, Eyja- og Mýrdalsjökul, Heklu, Baulu í Borgarfirði, Tröllaborgir á Holtavörðuheiði, Botnsúlur, Hvalfell, Snæfellsjökull....


Bröltum á gýgbarmi til að.....


.....geta séð Hlöðufell og .....


....hlaupið á snjónum......


....klöngrast á hæstu tinda og hlustað á ljóðalestur ....

.....og kannað leyndardóma Skjaldbreiðar

(myndin er af vörðu við sólarlag. Tröllastúlka með fugl).



"Kyrrt er hrauns á breiðum boga,
blundar land í þráðri ró.
Glaðir næturglampar loga,
geislum sá um hæð og mó".

(Hending úr ljóðinu:
Fjallið Skjaldbreiður
e. Jónas Hallgrímsson)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bannað að æsa svona uppí okkur heimþrána og löngun í hæðótt, fjöllótt, grýtt og tært land. Dásamlega fallegt! k