31. maí 2006

Ævintýri á gönguför

Fór síðdegis í gær með gönguklúbbi í fyrstu Esjugönguna. Rigningarsuddi var og þegar upp í fjallshlíðina kom var hvasst. Gengið var upp að Steini og en ekki þótti ráðleggt að fara ofar. Á bakaleiðinni var rigningin í andlitið og virkaði meir eins og haglél.

Heimkominn og hugsandi um afrek dagsins varð til þessi limra:
Í gærdag ég örlögum ögraði
upp fjallið klúbburinn flögraði
og ég sem óður
á eftir þeim móður
næstum alla leið á Esjuna skjögraði


Fékk svo sendingu og hvatningu frá kollega mínum LG á þessa leið

Þótt slagviðrið kýlist í kroppinn
og kuldinn mjög geri þig loppinn
ei stöðvar þig þreytan
og því síður bleytan
af þolgæði kemstu á toppinn.

Engin ummæli: