10. maí 2006

Brosa ber í dag

Undarleg var sólin í fyrrakvöld. Glóandi eldhnöttur sveif yfir borginni. Ærir undirbýr frí, helst langt í sumar. Nýjasta hugmyndin að leggjast í víking. Leigja hús í suðrænu landi og setjast við ritstörf í nokkrar vikur. Er byrjaður á nýju verki (samhliða öðru) sem hefur vinnuheitið "brosa ber í dag", - ætli það verði ekki ærslafullur gleðileikur.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

aðal eða nekt? kv sys

ærir sagði...

-------
Við þetta má svo bæta að skýring á undarlegu sólarlagi, þar sem maður gat horft á eldhnöttinn án þess að fá glýju í augun, mun vera pólskt kolaryk! Svei mér (þá).

ærir sagði...

-------
Breytti ofangreindum texta, (aðeins) (mikið af svigum í dag) sem sýnir að verkið er þegar farið að þroskast.

ærir sagði...

annars er Ærir á báðum áttum. það er náttúrulega ekkert vit í að fara landi brott um sumarið.

Fríða sagði...

Já, þetta mistur var líka hér fyrir norðan. Svolítið skrýtið að líta í átt að Hlíðarfjalli og sjá það umlukið einhverju sem líkist hitamistri í útlöndum. Og það er alveg spurning hvort maður eigi ekki að vera á íslandi á sumrin og nota aðra árstíma til að fara til útlanda. Hugmyndin um að setjast við ritstörf er ótrúlega aðlaðandi. Skiptir minnstu hvað út úr því kemur. Sjálft ferlið, kyrrðin, pælingarnar, rauðvínið, annað umhverfi... það má láta sig dreyma.

ærir sagði...

akkúrat kæra útifrík, akkúrat.

Nafnlaus sagði...

lát vaða, lát vaða.

ærir sagði...

já ég er að hugsa um það, þarf bara að ákveða hvað og hvernig