26. maí 2006

Dómharka

Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.

Hart er í hófi frostið;
hélar anda á vör.
Eins og auga brostið
yfir mannsins för
stjarna, stök í skýi,
starir fram úr rofi.
Vakir vök í dýi
vel, þótt aðrir sofi.

Vötn í klaka kropin
kveða á aðra hlið,
gil og gljúfur opin
gapa hinni við.
Bergmál brýst og líður
bröttum eftir fellum.
Dunar dátt í svellum:
Dæmdur maður ríður!

höf: Einar Benediktsson
Flótti séra Odds...

1 ummæli:

ærir sagði...

Verð stundum var við dómhörku og hennir fylgir stundum líka þvermóðska.

Sumir dæma sig óþarflega hart og þá i kringum sig líka og hjá örðum breytist þvermóðskan í hroka.

Það er gott að ég þekki flullt af fólki sem er ekki svona. Og ég held að hinir meini það ekki alltaf heldur.