19. maí 2006

Le Monde

Heimurinn er fallegur. Maður þarf bara að líta í kringum sig. Það er t.d. fallegt að keyra Miklubrautina núna og sjá gróðurinn græna og blómin í vegkantinum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er líka gaman að vera til :)

ærir sagði...

Æ, ég segi nú bara svona þegar maður þarf að vera á bakvakt alla helgina. Þá veitir ekki af því að peppa sig upp, -það er hálf tilbreytingalaust.

Nafnlaus sagði...

Þú ert bíó! :)

ærir sagði...

Annars þarf ég að koma mér í klippingu, skeggið er orðið lengra en 4 mm og hárið of sítt. Skil ekki þetta vitalitet í adnexa.

Svo þarf ég að láta setja nýtt gat á beltið /:-). Kannski eru það draumórar. En hver draumur rætist sem hann er ráðinn. Og sannast hið fornkveðna: ekki er úti öll nótt enn, sagði draugurinn.

Púff. verkefni.

ærir sagði...

En svo þarf digur rass víða brók.

ærir sagði...

annars sitt ég hér og blóta manninum sem ekki mætti í örorkumatið hjá mér. hann hafði sjúkdómsgreininguna: T92.6; Eftirstöðvar áverkaafstýfingar á efri útlim.

Er að velta fyrir mér hvernig neðri útlimurinn á honum er og hve mikinn miska ætti að telja ef hann missti báða.

ég enn eftir margt ólært....

Nafnlaus sagði...

góður