28. maí 2006

Endurfundir

Nýr titill þessarar bloggsíðu er sóttur í ljóð Hannesar Péturssonar.


Ég hef rifjað upp í kvöld
raddirnar sem ég þekkti
rödd lækjarins í grasinu
rödd hafsins
raddir vindsins og fuglanna
og raddir okkar sjálfra.
Trúði varla eyrum mínum.
Öllu hafði ég gleymt.

Trúði varla augum mínum:
sjá enn skinu stjörnurnar
enn kom ljós þeirra hér við
á leið sinni um geiminn.

Líka það
var mér liðið úr minni

Höf: Hannes Pétursson, 1965

1 ummæli:

ærir sagði...

inngangurinn að þessu ljóði átti nú við um aðra síðu sem ærir skrifar á, en ég læt þetta vera óbreytt í bili.