12. maí 2006

Fimmtíu- og-sjö-dagar

virkir
í frí
í sumar.
ótrúlegt
en loks
staðfest.
greinilega
unnið of mikið
hér áður fyrr
því um gamalt og
uppsafnað frí er ræða
sem ég hélt að hefði glatast
að eilífu. þökk hafi réttlátir embættismenn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru svona rétt um það bil þrír mánuðir. Þú verður kominn með all veruleg fráhvarfseinkenni eftir þetta. k

Nafnlaus sagði...

skrifa,yrkja, mála, frábært tækifæri.

ærir sagði...

ef ég geymi eitthvað fram í september og tek ekki á orlofstímabilinu maí - sept þá bætist 25% ofan á. ég þarf kannski aldrei að vinna framar :-)

á því er einn hængur en hann er sá að nokkuð sem ég hef unnið að um skeið ætlar sennilega að ganga upp í haust og gamall draumur að rætast. hver veit. hver veit. maður veit aldrei sína ævina fyrr. kannski þarf ég bara meira frí.

meir um þetta síðar.

Nafnlaus sagði...

nú er forvitnin að drepa mann, þetta kostar símtal!!!