Hann stóð fyrir innan dyrnar á kránni. Hann sá allt óglöggt, en mundi að ef hann gekk beint inn þá kæmi hann að tveim þrepum sem hann yrði að ganga upp. Þar var borðið hans. Hann hafði setið við það þegar hún hafði komið og heilsað honum. Tónlistin var enn í bakgrunni, en nú var það gömul grammafónplata. Laglínan var ekki eins villt og áður þegar hann hafði hrifist með. Það var ótrúlegt hvað önnur skilningarvit höfðu þroskast á þessum tíma frá því hann hafði misst sjónina. Sérstaklega snertiskynið. Húðin var öll svo miklu næmari og rytmi tónlistarinnar náði til hans á annan hátt en áður. Hann skynjaði; tónlist, liti og umhverfið á allt annan hátt en fyrr.
Hann notaði blindrastafinn til að forðast að reka sig á og finna þrepin. Hann settist á ný við borðið. Tíminn hafði liðið og fáir voru en eftir. Hann lét hugann líða að kvöldinu. Hún hafði spurt hvernig það væri að vera blindur. Hann afsakaði sig og sagði að hann væri það nú eiginlega ekki lengur. Hann hefði verið í aðgerð sem hefði heppnast vel. Hún varð enn forvitnari. Hvernig er það að hafa verið blindur og fá svo sjónina aftur, spurði hún. Hann hugsaði sig um. Það er ekki svo slæmt að vera blindur, svaraði hann. Ég meina sjóndapur. Ég þekki fólk sem er alsjáandi en samt alveg blint.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli