19. maí 2006

Próflok og puð

Fór út að borða í gærkveldi með yngri syninum. Hann var í síðasta prófinu í gær, - styttist í stúdents áfangann. Í tilefni dagsins drifum við okkur í bæinn og fundum ágætt karla-restúrant með þokkalegum steikum. Fórum svo og fengum okkur ís í brauðformi í góða veðrinu. Misstum af euro.

Báðir höfðum við nokkru að fagna, -hann sínum próflokum og ég því að hafa haldið út að fara í þrælapúlið í 4 vikur og 3 daga á hverjum degi nánast, aðeins misst úr tvo daga. Annars mætt daglega. Reyndar tvívegis aðeins í sund (og sólbað). Bætti við öðrum fjórum vikum á kortið í baðhúsinu, svo puðið heldur áfram. Ekki veitir af...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég samgleðst ykkur báðum til hamingju.