Þjónustustúlkan kom að borðinu og spurði hvort ekki mætti færa honum hressingu. Dagur væri að renna upp og þau myndu byrja að bera fram morgunverð innan tíðar. Te, te takk svaraði hann og jú endilega útbúa morgunverð. Eitthvað, en ekki mikið. Alveg sama hvað. Hann hafði ekki beint skoðun á því og það yrðu bara vandræði að reyna að lesa matseðilinn. Hún brosti og gekk í burtu. Kom með hnífapörin vafinn inn í hvíta servíettu. Svo kom tevatnið. Hann fékk sér Earl Grey að vanda. Svo horfði hann á servíettuna og tók hana og vafði utan af. Amboðin ultu fram á borðið.
Hann kipptist til. Næstum kastaðist aftur þegar hann sá hvað var í servíettunni. Það brakaði í stólnum og í sömu andrá hélt hann að stóllinn myndi brotna. Tveir hnífar. Það voru tveir hnífar í hvítri servíettunni, en hvorki gaffall né skeið. Hnífapar. Þjónustustúlkan hlýtur að hafa gert mistök hugsaði hann. Hún getur ekki hafa vitað. Ósjálfrátt hneppti hann þriðju tölunni ofan frá á skyrtunni með hægri hendinni og þreifaði á brjóstkassanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
prófarkalesarinn hefur enn ekki tekið við sér
assk. var erfitt að stafa orðið servíetta. er þetta dyslexia?
textinn hefur verið að þróast. eins og hugmyndin hafi ekki alveg fullmótast. veit ekki alveg hversvegna. en skil það eflaust síðar.
til útskýringar: lagið frostrósir heyrði ég nokkrum dögum áður en ég skrifaði textan í heiðin (8), var þá á tónleikum með sinfó og Eivöru og Ragnhildi, eins og áður hefur verið getið. Eivör söng lagið frostrósir þannig að það ýtti snarlega og fast við hjartarótunum. Það var eiginlega ógleymanlegt.
en þarna kemur tengingin við söguna, fyrir ykkur sem hafa spurt.
Skrifa ummæli