19. desember 2007
Ætla á siglinganámskeið á nýju ári.
Að fást við mey í faðmlögum,
fák að teygja á kostunum,
beita fleyi í byrsældum,
best má segja af heimsgæðum.
(höf. óþekktur. Vísnasafn Sigurjóns Sigtryggssonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga)
fák að teygja á kostunum,
beita fleyi í byrsældum,
best má segja af heimsgæðum.
(höf. óþekktur. Vísnasafn Sigurjóns Sigtryggssonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga)
18. desember 2007
Hús í Ljósheimum
Aðventa - endurnýting á færslu - ljóðabreyting
Ærir sýnir á sér mýkri hliðina þessa daganna eins og bent hefur verið á og fannst að nú væri tími til kominn að yrkja jólasálm og er óskað eftir tillögum að lagi sem hægt er að syngja hann við.
Blessuð jólin börnum lýsa
björt og skær um vetrarnótt
Jólastjarnan veginn vísar
verður brátt í hugum rótt.
Hátt við syngjum sálm um jólin
sefast hugur enn á ný
Hrífumst öll um heimsins bólin
hjartagæskan birtist hlý.
Nú mun aftur birtast bráðum
bjarmi ljóss á himni hátt
Okkar ósk er öll við þráðum
ekkert leika mun oss grátt.
Líður mynd að ljúfum drengi
er lagður var í jötu lágt
Lifnar stundin logar lengi
um líf með Kristi syngjum dátt.
Kveðjum drunga og daufan huga
dveljum lengi vinum hjá
Æsku minnumst, ekkert bugar
öll við gleðjumst jólum á.
17. desember 2007
Úr flóðinu
...illt er að hafa tvær hendur og engan til að faðma.
(Jón Kalmann Stefánsson. Himnaríki og helvíti 2007)
(Jón Kalmann Stefánsson. Himnaríki og helvíti 2007)
14. desember 2007
Veðurvísur
Um fátt er meira talað en veðurhaminn sem beljar úti. Bendi áhugamönnum um vísnagerð á vísnavef skagfirðinga http://skjalasafn.skagafjordur.is/lausavisur/visur.php?ID=9 og læt eina vísu fylgja með:
höf: Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum f.1920 - d.2000
Allt er kalt og allt er vott,
alltaf regnið streymir.
Enn um sumars einhvern vott
alla menn þó dreymir.
höf: Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum f.1920 - d.2000
11. desember 2007
Hugdirfska
Fyrir réttum þrjátíu árum fórum við í fallhlífarstökk, hinir hugprúðu drengir.
(myndin er nöppuð frá Kötu)
10. desember 2007
Frumflutningur
Sálmurinn hér á undan var frumfluttur við lagið "bráðum koma blessuð jólin" eins og bróðir hafði stungið upp á, á laufabrauðsvöku laugardaginn 8. des. Tókst það vel. Ingólfur vinur minn söng forsöngin með sinni einstöku tenórrödd, en í viðlagi tóku hinir undir.
Skornar voru rúmlega 80 kökur sumar afburða fallegar og ekki síst þær sem yngsta kynslóðin vann. Einstaklega gaman að fylgjast með þeim sem eru undir 10 ára þegar þau uppgötva frelsi til að gera það sem þeim býr í brjósti og þurfa ekki endilega að fylgja hefðinni.
Í þetta sinn slapp ég vel frá laufabrauðsgerðinni því í kotbúskap mínum kom í ljós að ég átti hvorki dl-mál né vigt og í stað þess að hræra í deig heima eins og hefðin bauð, þá hafði ég með mér það sem til þurfti og mætti tímalega. Var þá eins komið fyrir öðrum og engin með eigið deig og því ákveðið að hræra í fyrir alla á einu bretti. Var sæst á að nota Garðshornsuppskriftina úr Ólafsfirði, -með kúmeni. Það var vel við hæfi, -þó ég muni sakna uppskrifar minnar fyrrverandi.
Að venju var mikið um skemmtiatriði og var yngri kynslóðin í aðalhlutverki. Bæði var sungið og dansað. Sýnd balletspor. Börnin sungu öll erindi jólasveinavísnanna og hinir eldri tóku hefðbundin jólalög. Lesin var jólasaga og sagðar kímnisögur af samferðafólki. Allt í anda jólanna.
Sannkölluð litlu jól.
Skornar voru rúmlega 80 kökur sumar afburða fallegar og ekki síst þær sem yngsta kynslóðin vann. Einstaklega gaman að fylgjast með þeim sem eru undir 10 ára þegar þau uppgötva frelsi til að gera það sem þeim býr í brjósti og þurfa ekki endilega að fylgja hefðinni.
Í þetta sinn slapp ég vel frá laufabrauðsgerðinni því í kotbúskap mínum kom í ljós að ég átti hvorki dl-mál né vigt og í stað þess að hræra í deig heima eins og hefðin bauð, þá hafði ég með mér það sem til þurfti og mætti tímalega. Var þá eins komið fyrir öðrum og engin með eigið deig og því ákveðið að hræra í fyrir alla á einu bretti. Var sæst á að nota Garðshornsuppskriftina úr Ólafsfirði, -með kúmeni. Það var vel við hæfi, -þó ég muni sakna uppskrifar minnar fyrrverandi.
Að venju var mikið um skemmtiatriði og var yngri kynslóðin í aðalhlutverki. Bæði var sungið og dansað. Sýnd balletspor. Börnin sungu öll erindi jólasveinavísnanna og hinir eldri tóku hefðbundin jólalög. Lesin var jólasaga og sagðar kímnisögur af samferðafólki. Allt í anda jólanna.
Sannkölluð litlu jól.
4. desember 2007
Laufabrauð
Nú er tími laufabrauðs. Ég er þegar búinn að sinna útskurði og steikingu með systur og hennar afkvæmum, en fyrir dyrum stendur hinn árlegi laufabrauðsdagur með vinum mínum. Nú þarf ég að útbúa deigið sjálfur og við það vex vegsemd mín takist vel til. Þessa uppskrift fékk ég frá minni fyrrverandi:
500 g hveiti (ég miða oft við að 1 kg sé 16-18 dl, nota heldur minna og bæta frekar við ef deigið er of blautt, t.d. þegar það er flatt út)
50 g smjörlíki (ég nota orðið næstum því eingöngu smjör)
15 sykur (tæp matskeið)
salt
1 tsk lyftiduft
250 g flóuð mjólk (þarf örlítið meira, ég hef skrifað hjá mér að ég hafi notað 7 dl í 1 kg af hveiti)
Þurrefnin sett í skál. Mjólkin er flóuð, þ.e. hituð og suða látin koma upp. Smjörið er brætt í mjólkinni (mjólk og smjör sett í pott og á hellu, beðið þar til sýður, þá tekið af hellunni, smjörið bráðnar í mjólkinni) og hellt sjóðandi saman við þurrefnin. Blandað saman og hnoðað örlítið. Þarf að passa að hnoða ekki of mikið, þá er hætta á að brauðið verði seigt. Flatt þunnt út.
Þegar flatt út: ég geymi deigið undir rökum klút til að það þorni ekki of mikið. Síðan tek ég lítinn bita, nota afskurðinn úr fyrri köku, blanda létt saman, bý til kúlu í lófanum og hnoða út með hveiti. Það er mjög mikilvægt að hafa hveiti "undir og yfir" til að deigið festist hvorki við borð né kökukefli. Skorið til undan diski.
Gangi þér vel ;-))
Bráðum fer ég að stunda hannyrðir.
3. desember 2007
Aðventutónleikar
30. nóvember 2007
29. nóvember 2007
Í 26. sæti heimslistans í 100 m flugsundi
Ragnheiður Ragnarsdóttir er í 28. sæti í 100 m fjórsundi, í 23. sæti í 50 m skriðsundi og í 33.sæti í 100 m skriðsundi. Þá er Ragnheiður í 36. sæti í 50 m baksundi.Jakob Jóhann Sveinsson er einnig á leið á EM í Ungverjalandi með Erni og Ragnheiði. Hanner í 33. sæti afrekalistans í Evrópu í 200 m bringusundi, í 38. sæti í 100 m bringusundi og í 52.sæti í 50 m bringusundi.
Nafn Hjartar Más Reynissonar skýst upp í 26. sæti á lista yfir þá sundmenn sem náð hafa bestum árangri í 100 m flugsundi í 25 m laug á árinu.Hrafnhildur Lúthersdóttir er í 39. sæti í 200 m bringusundi á afrekalista Evrópu og Guðni Emilsson er í 33. sæti í 50 m bringusundi. Árni Már Árnason er í 56. sæti í sömu grein. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir er í 65. sæti yfir þá sem náð hafa bestum árangri í 100 mbaksundi og er í 50. sæti í 200 m baksundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir á 58. besta tíma ársins í 200 m skriðsundi og er í 78. sæti í 100 m skriðsundi.
Sigrún Brá, Hrafnhildur og Ragnheiður stefna á þátttöku í sterku alþjóðlegu móti í Eindhoven um aðra helgi og hyggjast þar bæta fyrri árangur sinn, þannig að þær geta hugsanlega bætt stöðu
sína enn frekar fyrir árslok. Sama á við Örn og Jakob Jóhann, takist þeim vel upp á EM í Ungverjalandi. Eftir það tekur við undirbúningur fyrir Ólympíuleika hjá íslenskum sundmönnum.
Slóð: http://mbl.is//mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1177605;t=1196263082
Nafn Hjartar Más Reynissonar skýst upp í 26. sæti á lista yfir þá sundmenn sem náð hafa bestum árangri í 100 m flugsundi í 25 m laug á árinu.Hrafnhildur Lúthersdóttir er í 39. sæti í 200 m bringusundi á afrekalista Evrópu og Guðni Emilsson er í 33. sæti í 50 m bringusundi. Árni Már Árnason er í 56. sæti í sömu grein. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir er í 65. sæti yfir þá sem náð hafa bestum árangri í 100 mbaksundi og er í 50. sæti í 200 m baksundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir á 58. besta tíma ársins í 200 m skriðsundi og er í 78. sæti í 100 m skriðsundi.
Sigrún Brá, Hrafnhildur og Ragnheiður stefna á þátttöku í sterku alþjóðlegu móti í Eindhoven um aðra helgi og hyggjast þar bæta fyrri árangur sinn, þannig að þær geta hugsanlega bætt stöðu
sína enn frekar fyrir árslok. Sama á við Örn og Jakob Jóhann, takist þeim vel upp á EM í Ungverjalandi. Eftir það tekur við undirbúningur fyrir Ólympíuleika hjá íslenskum sundmönnum.
Slóð: http://mbl.is//mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1177605;t=1196263082
28. nóvember 2007
27. nóvember 2007
Fasanabringur og brúnkökur
Fátt er skemmtilegra en að halda matarboð og um helgina fór ég í tvö. Á föstudag í virðulegt kokteilboð með veislukrásum ekki af verri endanum og á sunnudag hélt ég matarboð. Í aðalrétt hafði ég fylltar fasanabringur. Hvernig ég hanteraði bringurnar skal látið ósagt, enda ekki fyrir viðkvæma. En útkoman var undursamlega góð og athyglisvert að spreyta sig á matreiðslu framandi fugla. En mestu skiptir félagsskapurinn og að gera sér glaðan dag. Í eftirrétt var svo brúnkaka sem einn gesturinn kom með og með henni var náttúrulega borin fram ísköld mjólk.
22. nóvember 2007
Sturlungar
Segja má að það sé við hæfi að ég sæki sturlungunámskeið Einars Kárasonar rithöfundar, því hálfgerð sturlungaöld hefur ríkt í kringum mig í haust.
Merkilegt er annars hvað sagan getur lifnað við í frásögn góðs sögumanns.
Merkilegt er annars hvað sagan getur lifnað við í frásögn góðs sögumanns.
19. nóvember 2007
13. nóvember 2007
7. nóvember
Afmæli októberbyltingarinnar er 7. nóvember en þá hertóku byltingarsinnar Vetrarhöllina í Pétursborg eftir að hleypt hafði verið af skoti úr herskipinu Áróru. Í tilefni dagsins var ég kominn til Pétursborgar eftir ánægjulega dvöl í Moskvu þar sem ég upplifði umsátursástand um Rauða torgið og mótmælagöngur í nágrenni þess. Þar voru hertrukkar á öllum aðalumferðaræðum sem lágu að torginu og hermenn etv ekki gráir fyrir járnum en hermenn samt sem hindriðu okkur í að komast inn að því allra heilagasta. Gilti þar einu þó við kvæðumst sérstakir fulltrúar sendir frá því kalda Fróni úr norðurhöfum.
En semsagt eftir lestarferð frá Moskvu til Pétursborgar var é kominn þangað á sjálfan byltingardaginn og hugði gott til glóðarinnar og tilbúinn með eldheitt baráttukvæði. En lítið var um að vera. Ég mættur með fríðu föruneyti strax upp úr kl 10 á kaffihús, þó ekki gömlu Teríuna á Akureyri sem í den tid var ein helsta uppspretta dialektiskra vangavelta. Hér var hákaptiliskt kaffihðus í anda macdonalds keðjunar. Að því loknu var haldið niður á aðaltorgið við Vetrarhöllina en þar höfðum við séð deginum áður að verið var að reisa palla. En þar var allt tómt. Torgið autt og engin til að hlusta á baráttuóð norðurslóðaskáldsins. Gengum við í humátt að miðstöð kaptitalismans, Laugavegs þeirra Pétursborgarbúa og í tilefni dagsins var farið að versla. Sumir keypti loðhúfur, aðrir pelsa og þriðju matroskur.
Heldur lágt var risið á mínum þegar heim á 5* hótelið var komið. Þar fékk ég mér vodkasnafs og fór í ljós. Hvað annað átti ég að gera. Skein nú sólin skærar en fyrr og ég tilbúinn að fara út með félögum mínum í veislu mikla. Þegar við erum að fara dregur einn ferðafélagi minn frá margmiðlunarfyrirtæki kendu við rússneskan geimfafara barmmerki, rauða stjörnu með hamar og sigð og færði mér. 'Eg nældi því umsvifalaust i nýja BOSS jakann minn og þannig fór ég gangangi glaður á veitingahúsið. Þar var tekið á móti okkur og að innfæddra sið eru allar yfirhafnir hengdar í þar til gerð fatahengi. Vörslu annaðist stuntungsútkastari og tók við því sem að honum var rétt.
Eftir máltíðina sem var athyglisverð með skemmtiatriðum frá balalæka músík og kósakadönsum yfir í sinatra og abba kvöddum við þennan ágæta stað. Þegar við komum í fatahengið rétti útkastarinn öllum yfirhafnir nema undirritiðum en þá tók hann sig til og teygði sig yfir borðið og klæddi mig í jakkann með barmmerkinu eins og ég væri generáll úr kaldastríðinu. Vakti þetta athgyli og mál manna að þarna hefðu verið áhrif rauðu stjörnunar með sigð og hamri að verki.
Heima á hóteli opnaði ég gluggann og hugðist ganga til náða þegar ég heyrði fallbyssuskot í fjarska. Var þá veriða skjóta af Áróru í tilefni dagsins. Ljúf var sú stund.
En semsagt eftir lestarferð frá Moskvu til Pétursborgar var é kominn þangað á sjálfan byltingardaginn og hugði gott til glóðarinnar og tilbúinn með eldheitt baráttukvæði. En lítið var um að vera. Ég mættur með fríðu föruneyti strax upp úr kl 10 á kaffihús, þó ekki gömlu Teríuna á Akureyri sem í den tid var ein helsta uppspretta dialektiskra vangavelta. Hér var hákaptiliskt kaffihðus í anda macdonalds keðjunar. Að því loknu var haldið niður á aðaltorgið við Vetrarhöllina en þar höfðum við séð deginum áður að verið var að reisa palla. En þar var allt tómt. Torgið autt og engin til að hlusta á baráttuóð norðurslóðaskáldsins. Gengum við í humátt að miðstöð kaptitalismans, Laugavegs þeirra Pétursborgarbúa og í tilefni dagsins var farið að versla. Sumir keypti loðhúfur, aðrir pelsa og þriðju matroskur.
Heldur lágt var risið á mínum þegar heim á 5* hótelið var komið. Þar fékk ég mér vodkasnafs og fór í ljós. Hvað annað átti ég að gera. Skein nú sólin skærar en fyrr og ég tilbúinn að fara út með félögum mínum í veislu mikla. Þegar við erum að fara dregur einn ferðafélagi minn frá margmiðlunarfyrirtæki kendu við rússneskan geimfafara barmmerki, rauða stjörnu með hamar og sigð og færði mér. 'Eg nældi því umsvifalaust i nýja BOSS jakann minn og þannig fór ég gangangi glaður á veitingahúsið. Þar var tekið á móti okkur og að innfæddra sið eru allar yfirhafnir hengdar í þar til gerð fatahengi. Vörslu annaðist stuntungsútkastari og tók við því sem að honum var rétt.
Eftir máltíðina sem var athyglisverð með skemmtiatriðum frá balalæka músík og kósakadönsum yfir í sinatra og abba kvöddum við þennan ágæta stað. Þegar við komum í fatahengið rétti útkastarinn öllum yfirhafnir nema undirritiðum en þá tók hann sig til og teygði sig yfir borðið og klæddi mig í jakkann með barmmerkinu eins og ég væri generáll úr kaldastríðinu. Vakti þetta athgyli og mál manna að þarna hefðu verið áhrif rauðu stjörnunar með sigð og hamri að verki.
Heima á hóteli opnaði ég gluggann og hugðist ganga til náða þegar ég heyrði fallbyssuskot í fjarska. Var þá veriða skjóta af Áróru í tilefni dagsins. Ljúf var sú stund.
7. nóvember 2007
Umferðarteppa
Umferdarteppa
a straetum Moskvuborgar
i blaum ljosum
hvarfla hugrunir
horfinna tima
ad hjartaroda
heimsins betrunga
er lifid letu
a markadstorgi
Elizabetar.
(Moskva a 90 ara afmaeli oktoberbyltingarinnar 7 nov 2007; Elizabet Petursdottir mikla setti russland a hausinn)
6. nóvember 2007
óhræsið
Bídur í leyni
laedist ad haelum
bitur i sinar
baeklar svo sinnid
ohraesid betra
strykur um lendar
staerist og lofar
liggur med monnum.
Leitar ad huggun
laumast i fadminn
lygur ad sjalfi
raenir og rupplar
skilur med skaeting
skelfir dreng godan
skemmtir tha skratta
skurkur er astin.
I vari er vonin
veit sa er bidur
vantar ei kjarkinn
verstur er sjalfum
astin deyr aldrei
heiftin oss brennir
heitur er eldur
sem okkur adskilur.
Hvar skildu leidir
skollagrimm vedur
skopudu orlog
langt er um lidid
groandi gefur
gaefu ef saettumst
gleymum ei vori
er solina gaf
(Moskva; nov 2007)
laedist ad haelum
bitur i sinar
baeklar svo sinnid
ohraesid betra
strykur um lendar
staerist og lofar
liggur med monnum.
Leitar ad huggun
laumast i fadminn
lygur ad sjalfi
raenir og rupplar
skilur med skaeting
skelfir dreng godan
skemmtir tha skratta
skurkur er astin.
I vari er vonin
veit sa er bidur
vantar ei kjarkinn
verstur er sjalfum
astin deyr aldrei
heiftin oss brennir
heitur er eldur
sem okkur adskilur.
Hvar skildu leidir
skollagrimm vedur
skopudu orlog
langt er um lidid
groandi gefur
gaefu ef saettumst
gleymum ei vori
er solina gaf
(Moskva; nov 2007)
4. nóvember 2007
1. nóvember 2007
Flótti
í vari a hotelherbergi
a heathrow flugvelli
malmhvinur akaeruvaldsins
allt um kring
vaengstyfd bid eftir
urskurdi yfirvalda
um leyfi til flugtaks
(london; nov 2007)
a heathrow flugvelli
malmhvinur akaeruvaldsins
allt um kring
vaengstyfd bid eftir
urskurdi yfirvalda
um leyfi til flugtaks
(london; nov 2007)
31. október 2007
Giada - Picatta
Féll fyrir konu. Hún kom með uppskrift af kjúklinga picatta í þætti sínum "everyday italian". Eldaði þann rétt í gærkveldi fyrir góðan gest í kveðjuskyni, þar sem ég er að fara að halda á vit nýrra ævintýra í Rússía.
Kjúklinga picatta
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk salt (notaði ekki)
1/4 tsk pipar (notaði ekki)
1 kjúklingabringa (x það margfeldi af gestum sem við á)
3 mtsk smjör
1 sítróna, skorin til helminga og steinar fjarlægðir
2 tsk capers
Sósa:
3 tsk smjör
3 mtsk hveiti (notaði ekki; lét duga hveitið af bringunum)
1/2 bolli kjúklingasoð/kraftur
Helmingið bringurnar (þ.e. skerið eftir endilöngu eins og þið séuð að flaka fisk).
Blandið hveiti, salti og pipar í plastpoka og veltið bringum upp úr.
Snarphitið ólifíuolíuna og látið smá smjör útí. Þegar smjörið bráðnar er réttur hiti og brúnið bringurnar. Takið af pönnunni. Setjið kjúklingasoð ásamt sítrónusafa og smjöri og capers út í og leysið upp skánir af botni pönnunar. Látið sjóða aðeins niður.
Látið kjúklingabringur aftur út í sósuna og látið malla í smá stund. Borið fram með steinselju og grænmeti.
(ærlegt ráð: skolið capers sæmilega vel áður en sett út í réttinn)
Kjúklinga picatta
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk salt (notaði ekki)
1/4 tsk pipar (notaði ekki)
1 kjúklingabringa (x það margfeldi af gestum sem við á)
3 mtsk smjör
1 sítróna, skorin til helminga og steinar fjarlægðir
2 tsk capers
Sósa:
3 tsk smjör
3 mtsk hveiti (notaði ekki; lét duga hveitið af bringunum)
1/2 bolli kjúklingasoð/kraftur
Helmingið bringurnar (þ.e. skerið eftir endilöngu eins og þið séuð að flaka fisk).
Blandið hveiti, salti og pipar í plastpoka og veltið bringum upp úr.
Snarphitið ólifíuolíuna og látið smá smjör útí. Þegar smjörið bráðnar er réttur hiti og brúnið bringurnar. Takið af pönnunni. Setjið kjúklingasoð ásamt sítrónusafa og smjöri og capers út í og leysið upp skánir af botni pönnunar. Látið sjóða aðeins niður.
Látið kjúklingabringur aftur út í sósuna og látið malla í smá stund. Borið fram með steinselju og grænmeti.
(ærlegt ráð: skolið capers sæmilega vel áður en sett út í réttinn)
30. október 2007
Af ljóðum punktur is
Rakst á þetta stórgóða ljóð á ljóð.is
höf: Hróel.
Húsið á sléttunni stóð tómt,
innihaldslaust, dautt.
Allt í einu birtist ljós.
Er öll von úti?
Ljósið logar dimmt
Skuggi færist yfir.
Er einhver þar?
Húsið ekki tómt?
Húsið á sléttunni stóð tómt.
Nú lýsir það myrkrið.
Ekki deyr skugginn
þótt ljósið slokkni.
höf: Hróel.
28. október 2007
Arfur frá móður
Undarlegt að engir vita
upphaf líkams varma mannsins:
einungis frá okkar móður
erfðalínur fornar rita
Líta jörðu grös og gróður
græna - strax og vorið kemur
strax og lífið ljósið nemur;
erfist þetta allt frá móður
allt hvað mæður góðar gjörðu
- gjöldum þakkir öllu fremur:
allur varmi okkur borinn
allur litur grænn á jörðu
(Erfðaefni hvatbera erfist einungis frá móður; á hvatberum byggist líkamsvarminn; eins er erfðaefni grænukorna einungi frá móðurjurtinni, þau nema ljósið; af þeim verður jörð græn).
Þetta ljóð er í nýútkominni ljóðabók Valgarðs Egilssonar; Á mörkum. Hann kenndi mér bragfræði þegar ég byrjaði að feta þann hála stíg að yrkja og las yfir fyrstu ljóðin (og leiðrétti eins og kennari stíl nemanda síns). Í staðinn fyrir ræddi ég við hann um hvatberaerfðafræði. Sátum við því löngum stundum á uppi í hesthúsi í Víðidal og skiptumst á vitneskju.
27. október 2007
Draugasaga
Kengála er kerling döpur
Í kreppu flúði börnin sín
húsum ríður, heiftug meiðir
daprar stundir draugur á
Huggun leitar helst hjá mönnum
hefur mörgum þeirra rekkt
bæli sitt hún býr að degi
sólu aldrei situr hjá
Að nóttu dreymdi drauga glímur
daginn sem hún skildi við
lík í jörðu gat hún grafið
aldrei aftur ást mun ná
Meiða reynir mun hún aftur
mædd að nóttu á hún bágt
leitar þá að ljúfum stundum
kengála sem engar á
25. október 2007
Stundum er sumar í hjarta þó að hausti.
Farinn að mála blómamyndir. Það er saga til næsta bæjar. Hvað næst?
Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.
22. október 2007
Hvað heitir fjallið í innstu hugarfylgsnum
Þessi mynd er 15x15cm og máluð á striga mér færðum sl. vetur.
Hef verið að prófa nýja penslatækni.
Á sunnudegi var gott að vakna, þó strengir eftir átök við hesta gærdagsins segðu til sín. En að vakna og vita að maður sé ekki einn, með tilhlökkun fyrir hádegisverði. Dreif mig um hádegisbil í góðum félagsskap austur fyrir fjall að Eyrarbakka í hádegisverð, brunch. Yndislegur humar í forrétt, sjávarréttasúpa í aðalrétt og svo cremé brulée í eftirétt. Gerist vart betra enda félagsskapur við hæfi.
20. október 2007
Heklueldar
Mynd þessi er 10x10cm, örsmá og kannski af Hekluhrauni.
Fór um helgina að hjálpa vini mínum að draga skeifur undan hrossum hans. Fórum austur í Bolholt í lemjandi rigningu og roki og sóttum hestana í haga. Drógum svo undan 7 hrossum í jaðri Hekluhrauns.
Kominn aftur í bæinn dreif ég mig á kaffihús og féll þar fyrir súkkulaði freistingum, enda tímabært að hljóta verðlaun fyrir vel unnin störf.
Fór um helgina að hjálpa vini mínum að draga skeifur undan hrossum hans. Fórum austur í Bolholt í lemjandi rigningu og roki og sóttum hestana í haga. Drógum svo undan 7 hrossum í jaðri Hekluhrauns.
Kominn aftur í bæinn dreif ég mig á kaffihús og féll þar fyrir súkkulaði freistingum, enda tímabært að hljóta verðlaun fyrir vel unnin störf.
19. október 2007
Góður matur
Var með smáveislu og eldað lambaprimerib í rauðvínsedik maringeringu.
Lambaprimerib 250gr á mann
150ml rauðvín
2 mtsk balsamic edic
2 mtsk olía
1 laukur
1 mtsk eða e. smekk. Lamb islandia frá pottagöldrum eða ferskar kryddjurtir.
salt og pipar e. smekk.
Maður á víst að hakka laukinn en ég brytja hann nú bara og blanda saman við kryddið, edikið og olíuna og blanda svo rauðvíni útí. Helt yfir kjötið og það marinerað í 1-4 klst,
saltað og piprað e. smekk og síðan grillað 4-6 mín á hvorri hlið.
Marinvökvinn settur í pott og soðinn vel niður við snarpan hita og borin fram með kjötinu.
Verði ykkur að góðu
18. október 2007
Hvaða lit má bjóða þér?
17. október 2007
Hverjum klukkan glymur
Í vor lét ég loks verða af því að setja veggklukku móður minnar heitinnar upp á vegg. Þar sló hún á hverju klukkutíma og klukkan 1 á nóttunni sló hún 11 högg fyrstu næturnar. Það þótti mér undarlegt. Ég stoppaði hana og lét vísana sýna miðnætti. Þannig hefur hún staðið í nokkra mánuði óhreyfð. Nema nú í vikunni tók ég eftir að vísarnir höfðu færst til, þrátt fyrir að klukkan hefði ekki verið trekkt upp. Þannig stendur hún nú. Það sem meira var að ég sá svo aðra klukku í stofunni hjá mér sem einnig var stopp og búin að vera það í svipaðan tíma. Ég læt hér fylgja myndir af þeim. Hefur einhver skýringu?
16. október 2007
15. október 2007
12. október 2007
Í Öxarfirði
Þá koma loks fleiri myndir úr hestaferð sumarsins.
Þar í fararbroddi, Þorbjörg á Hófi og Ingólfur á Lenín.
Myndirnar teknar í Öxarfirði. Daginn áður var riðið einhesta upp með Jökulsá á Fjöllum austanmegin. Nú var leiðinni hinsvegar heitið vestur yfir Jöklu og upp í Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Framhjá Ásbyrgi, upp að Hljóðaklettum og Vesturdal og að Svínhaga þar sem við fengum næturhólf fyrir hestana.
Þar í fararbroddi, Þorbjörg á Hófi og Ingólfur á Lenín.
Myndirnar teknar í Öxarfirði. Daginn áður var riðið einhesta upp með Jökulsá á Fjöllum austanmegin. Nú var leiðinni hinsvegar heitið vestur yfir Jöklu og upp í Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Framhjá Ásbyrgi, upp að Hljóðaklettum og Vesturdal og að Svínhaga þar sem við fengum næturhólf fyrir hestana.
11. október 2007
Baðkar fyrir hávaxna eða háfætta
Alheimsins tóm
Þá eykst orðspor. Þetta gamla ljóð mitt var lesið upp fyrir nemendur KHÍ.
Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.
(mynd e. Nínu Tryggvadóttur)
Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.
(mynd e. Nínu Tryggvadóttur)
8. október 2007
Döðlukjúklingur
Sunnudagar eru fjölskyldudagar.
Tók því rólega um helgina. Sinnti sjúkum hesti, og ræddi málin lengi við félaga mína á kaffistofunni í Faxabóli. Fór í leiðangur og keypti blöndunartæki á nýja baðherbergið í nýja húsið sem nú er að taka á sig mynd með glæsilegum flísum í hólf og gólf.
Á sunnudegi hellti ég upp á te fyrir systur mína. Vígði þar með tebollana frá Royal Copenhagen.
Fékk svo krakkana mína (þeim fer fjölgandi) í mat um kvöldið og prófaði nýja uppskrift. Döðlukjúklingur var það og fékk hann góða dóma matgæðinganna.
Í réttinn þarf:
Kjúklingabita
Karrý
Saxaðan lauk
Döðlur
Hnetur
Epli
Salt
Pipar
Smjör/olía
Rjóma
Tók því rólega um helgina. Sinnti sjúkum hesti, og ræddi málin lengi við félaga mína á kaffistofunni í Faxabóli. Fór í leiðangur og keypti blöndunartæki á nýja baðherbergið í nýja húsið sem nú er að taka á sig mynd með glæsilegum flísum í hólf og gólf.
Á sunnudegi hellti ég upp á te fyrir systur mína. Vígði þar með tebollana frá Royal Copenhagen.
Fékk svo krakkana mína (þeim fer fjölgandi) í mat um kvöldið og prófaði nýja uppskrift. Döðlukjúklingur var það og fékk hann góða dóma matgæðinganna.
Í réttinn þarf:
Kjúklingabita
Karrý
Saxaðan lauk
Döðlur
Hnetur
Epli
Salt
Pipar
Smjör/olía
Rjóma
Ljóð dagsins 7. október
Hugljómi
Hugljómi með
snertingunni
bræðir
myrkrið glóir
aftur og aftur
og geislar út
svo áborið fræ
ber ávöxt
og andar á ný
Hugljómi með
snertingunni
bræðir
myrkrið glóir
aftur og aftur
og geislar út
svo áborið fræ
ber ávöxt
og andar á ný
6. október 2007
Spor
Hvar liggja mín spor
á fjallsins egghvössu brún
tvíátta hugur
haustsins margræðu litir
vorsins fölnuðu blóm.
á fjallsins egghvössu brún
tvíátta hugur
haustsins margræðu litir
vorsins fölnuðu blóm.
3. október 2007
Ljóð dagsins - 3. október
Dreyri
Í gulum stráum
og dreyrrauðum laufblöðum
syngur haustþeyrinn
kveðju í síðasta sinn.
Hvar skildu leiðir um vor.
(oktober 2007, tanka)
Í gulum stráum
og dreyrrauðum laufblöðum
syngur haustþeyrinn
kveðju í síðasta sinn.
Hvar skildu leiðir um vor.
(oktober 2007, tanka)
Work in progress
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)