18. desember 2007

Aðventa - endurnýting á færslu - ljóðabreyting

Ærir sýnir á sér mýkri hliðina þessa daganna eins og bent hefur verið á og fannst að nú væri tími til kominn að yrkja jólasálm og er óskað eftir tillögum að lagi sem hægt er að syngja hann við.

Blessuð jólin börnum lýsa
björt og skær um vetrarnótt
Jólastjarnan veginn vísar
verður brátt í hugum rótt.

Hátt við syngjum sálm um jólin
sefast hugur enn á ný
Hrífumst öll um heimsins bólin
hjartagæskan birtist hlý.

Nú mun aftur birtast bráðum
bjarmi ljóss á himni hátt
Okkar ósk er öll við þráðum
ekkert leika mun oss grátt.

Líður mynd að ljúfum drengi
er lagður var í jötu lágt
Lifnar stundin logar lengi
um líf með Kristi syngjum dátt.

Kveðjum drunga og daufan huga
dveljum lengi vinum hjá
Æsku minnumst, ekkert bugar
öll við gleðjumst jólum á.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður sálmur bróðir og smellpassar að laginu "Bráðum koma blessuð jólin"
Gaman að sjá þig kominn aftur eftir einhverskonar "fjarveru" síðasta misseri

kv.
Bróðir

ærir sagði...

Endurnýting á færslum. Uppfærði þess færslu enda hefur sálmurinn breyst í þau tvö skipti sem hann hefur verið sunginn. Nú síðast í jólaveislu samstarfsmanna minna um síðustu helgi. Feldi út hendingu um drottins kið og sitthvað fleira fært til annars vegar, ekki endilega betri.
ra