29. nóvember 2007

Í 26. sæti heimslistans í 100 m flugsundi

Ragnheiður Ragnarsdóttir er í 28. sæti í 100 m fjórsundi, í 23. sæti í 50 m skriðsundi og í 33.sæti í 100 m skriðsundi. Þá er Ragnheiður í 36. sæti í 50 m baksundi.Jakob Jóhann Sveinsson er einnig á leið á EM í Ungverjalandi með Erni og Ragnheiði. Hanner í 33. sæti afrekalistans í Evrópu í 200 m bringusundi, í 38. sæti í 100 m bringusundi og í 52.sæti í 50 m bringusundi.
Nafn Hjartar Más Reynissonar skýst upp í 26. sæti á lista yfir þá sundmenn sem náð hafa bestum árangri í 100 m flugsundi í 25 m laug á árinu.Hrafnhildur Lúthersdóttir er í 39. sæti í 200 m bringusundi á afrekalista Evrópu og Guðni Emilsson er í 33. sæti í 50 m bringusundi. Árni Már Árnason er í 56. sæti í sömu grein. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir er í 65. sæti yfir þá sem náð hafa bestum árangri í 100 mbaksundi og er í 50. sæti í 200 m baksundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir á 58. besta tíma ársins í 200 m skriðsundi og er í 78. sæti í 100 m skriðsundi.
Sigrún Brá, Hrafnhildur og Ragnheiður stefna á þátttöku í sterku alþjóðlegu móti í Eindhoven um aðra helgi og hyggjast þar bæta fyrri árangur sinn, þannig að þær geta hugsanlega bætt stöðu
sína enn frekar fyrir árslok. Sama á við Örn og Jakob Jóhann, takist þeim vel upp á EM í Ungverjalandi. Eftir það tekur við undirbúningur fyrir Ólympíuleika hjá íslenskum sundmönnum.

Slóð: http://mbl.is//mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1177605;t=1196263082

Engin ummæli: