27. nóvember 2007
Fasanabringur og brúnkökur
Fátt er skemmtilegra en að halda matarboð og um helgina fór ég í tvö. Á föstudag í virðulegt kokteilboð með veislukrásum ekki af verri endanum og á sunnudag hélt ég matarboð. Í aðalrétt hafði ég fylltar fasanabringur. Hvernig ég hanteraði bringurnar skal látið ósagt, enda ekki fyrir viðkvæma. En útkoman var undursamlega góð og athyglisvert að spreyta sig á matreiðslu framandi fugla. En mestu skiptir félagsskapurinn og að gera sér glaðan dag. Í eftirrétt var svo brúnkaka sem einn gesturinn kom með og með henni var náttúrulega borin fram ísköld mjólk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli