13. nóvember 2007

7. nóvember

Afmæli októberbyltingarinnar er 7. nóvember en þá hertóku byltingarsinnar Vetrarhöllina í Pétursborg eftir að hleypt hafði verið af skoti úr herskipinu Áróru. Í tilefni dagsins var ég kominn til Pétursborgar eftir ánægjulega dvöl í Moskvu þar sem ég upplifði umsátursástand um Rauða torgið og mótmælagöngur í nágrenni þess. Þar voru hertrukkar á öllum aðalumferðaræðum sem lágu að torginu og hermenn etv ekki gráir fyrir járnum en hermenn samt sem hindriðu okkur í að komast inn að því allra heilagasta. Gilti þar einu þó við kvæðumst sérstakir fulltrúar sendir frá því kalda Fróni úr norðurhöfum.

En semsagt eftir lestarferð frá Moskvu til Pétursborgar var é kominn þangað á sjálfan byltingardaginn og hugði gott til glóðarinnar og tilbúinn með eldheitt baráttukvæði. En lítið var um að vera. Ég mættur með fríðu föruneyti strax upp úr kl 10 á kaffihús, þó ekki gömlu Teríuna á Akureyri sem í den tid var ein helsta uppspretta dialektiskra vangavelta. Hér var hákaptiliskt kaffihðus í anda macdonalds keðjunar. Að því loknu var haldið niður á aðaltorgið við Vetrarhöllina en þar höfðum við séð deginum áður að verið var að reisa palla. En þar var allt tómt. Torgið autt og engin til að hlusta á baráttuóð norðurslóðaskáldsins. Gengum við í humátt að miðstöð kaptitalismans, Laugavegs þeirra Pétursborgarbúa og í tilefni dagsins var farið að versla. Sumir keypti loðhúfur, aðrir pelsa og þriðju matroskur.

Heldur lágt var risið á mínum þegar heim á 5* hótelið var komið. Þar fékk ég mér vodkasnafs og fór í ljós. Hvað annað átti ég að gera. Skein nú sólin skærar en fyrr og ég tilbúinn að fara út með félögum mínum í veislu mikla. Þegar við erum að fara dregur einn ferðafélagi minn frá margmiðlunarfyrirtæki kendu við rússneskan geimfafara barmmerki, rauða stjörnu með hamar og sigð og færði mér. 'Eg nældi því umsvifalaust i nýja BOSS jakann minn og þannig fór ég gangangi glaður á veitingahúsið. Þar var tekið á móti okkur og að innfæddra sið eru allar yfirhafnir hengdar í þar til gerð fatahengi. Vörslu annaðist stuntungsútkastari og tók við því sem að honum var rétt.

Eftir máltíðina sem var athyglisverð með skemmtiatriðum frá balalæka músík og kósakadönsum yfir í sinatra og abba kvöddum við þennan ágæta stað. Þegar við komum í fatahengið rétti útkastarinn öllum yfirhafnir nema undirritiðum en þá tók hann sig til og teygði sig yfir borðið og klæddi mig í jakkann með barmmerkinu eins og ég væri generáll úr kaldastríðinu. Vakti þetta athgyli og mál manna að þarna hefðu verið áhrif rauðu stjörnunar með sigð og hamri að verki.

Heima á hóteli opnaði ég gluggann og hugðist ganga til náða þegar ég heyrði fallbyssuskot í fjarska. Var þá veriða skjóta af Áróru í tilefni dagsins. Ljúf var sú stund.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir póstkortið sem ég fékk í dag frá Rauða torginu, þetta er fyrsta kortið sem ég hef eignast frá ríkinu í austri og gott að vita að þú hefur ekki gleymt póstkortaáráttu systur.Haltu áfram að ferðast til ókunnra staða og senda kort í safnið mitt kv sys