Kengála er kerling döpur
Í kreppu flúði börnin sín
húsum ríður, heiftug meiðir
daprar stundir draugur á
Huggun leitar helst hjá mönnum
hefur mörgum þeirra rekkt
bæli sitt hún býr að degi
sólu aldrei situr hjá
Að nóttu dreymdi drauga glímur
daginn sem hún skildi við
lík í jörðu gat hún grafið
aldrei aftur ást mun ná
Meiða reynir mun hún aftur
mædd að nóttu á hún bágt
leitar þá að ljúfum stundum
kengála sem engar á
27. október 2007
Draugasaga
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli