8. október 2007

Döðlukjúklingur

Sunnudagar eru fjölskyldudagar.
Tók því rólega um helgina. Sinnti sjúkum hesti, og ræddi málin lengi við félaga mína á kaffistofunni í Faxabóli. Fór í leiðangur og keypti blöndunartæki á nýja baðherbergið í nýja húsið sem nú er að taka á sig mynd með glæsilegum flísum í hólf og gólf.

Á sunnudegi hellti ég upp á te fyrir systur mína. Vígði þar með tebollana frá Royal Copenhagen.

Fékk svo krakkana mína (þeim fer fjölgandi) í mat um kvöldið og prófaði nýja uppskrift. Döðlukjúklingur var það og fékk hann góða dóma matgæðinganna.

Í réttinn þarf:
Kjúklingabita
Karrý
Saxaðan lauk
Döðlur
Hnetur
Epli
Salt
Pipar
Smjör/olía
Rjóma

Engin ummæli: