17. október 2007

Hverjum klukkan glymur










Í vor lét ég loks verða af því að setja veggklukku móður minnar heitinnar upp á vegg. Þar sló hún á hverju klukkutíma og klukkan 1 á nóttunni sló hún 11 högg fyrstu næturnar. Það þótti mér undarlegt. Ég stoppaði hana og lét vísana sýna miðnætti. Þannig hefur hún staðið í nokkra mánuði óhreyfð. Nema nú í vikunni tók ég eftir að vísarnir höfðu færst til, þrátt fyrir að klukkan hefði ekki verið trekkt upp. Þannig stendur hún nú. Það sem meira var að ég sá svo aðra klukku í stofunni hjá mér sem einnig var stopp og búin að vera það í svipaðan tíma. Ég læt hér fylgja myndir af þeim. Hefur einhver skýringu?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki ástæðuna að finna í flöskunni sem er fyrir aftan vekjaraklukkuna?
Nema móðir vor hafi komið og ekki líkað hvað klukkan var lengi stopp hjá þér og veitt þér smá áminningu,
nei segi bara svona!!

ærir sagði...

amk gæti flaskan hfaf verið minna á sig kl 1 um nóttina og etv vantar nú aðra.