31. janúar 2005
Úr myndaalbúminu
Hauststemming á fjörunum. Löngufjörur 2003.
Fátt nýtt til að skrifa í dag. Held því bara áfram að birta myndir úr albúminu. Fórum á hestbak í gær, riðum upp að Elliðavatni í sannkallaðri vorblíðu. Logn svo ekki bærði hár á höfði. Elliðavatn aftur orðið íslaust og talsvert um endur og svo eru vinkonur okkar, álftirnar þrjár, komnar þangað og sungu tregafullan söng.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halur þakkar hinar fögru myndir sem hrófla við gömlum minningum sem margar hverjar eru farnar hálfa leið yfir móðuna miklu, enda margs konar skemmdarverk unnin á þessum tíma. Fjörurnar þarna fyrir vestan eru ægifagrar eða Æri-fagrar. Nýjasta hugdettan er að byrja í hestamennskunni, það er eina föndrið sem unnt er að stunda allt árið hérlendis; myndirnar og pistlar þínir bera ábyrgð þar á. Veiðitímabilið er of stutt hérlendis þótt ég hafi íhugað ferðir til útlanda í þeim erindagjörðum. Launaða vinnu þyrfti einnig að minnka.
Má spyrja: Hljóp Ærir nokkuð berfættur á söndunum þarna fyrir vestan?
Þetta er góðs viti. Svo lengi má deigt sverð herða að bíti. Í stað þess að þvælast á erlenda grundu, væri meiri gleði í því að fara ríðandi upp á Arnarvatnsheiði eða aðrar heiðar með stangir einar vopna og leggjast út með hrossum og lifa á því sem náttúran gefur. Svo er auðvitað opið hús, eða réttar hesthús fyrir höfðinga sem koma að norðan. Annars er styttra í landbúnaðarháskólann á Hólum, því ég býst við að málið verði tekið til alvarlegrar skoðunar á háskólastigi.
Annars upplýsist að á fjörunum verða menn votir í fæturnar og sumir telja gamaldags gúmískó bestu reiðskóna á því svæði. Enda auðvelt að tæma þá reglulega. Á kvöldin eru fætur þvegnir sandur skolaður burt sem safnast hefur á milli tánna.
Skrifa ummæli