29. janúar 2005

Sund


Alþjóðlegt sundmót er í dag í nýju sundlauginni. Þar synda þeir bræður, en hvorugur heyrist mér að sé upplagður og meiðlsi að há þeim eins og vill gerast með íþróttamenn. Hér er mynd af yngri syninum, Hólmgeiri tilbúnum í slaginn á sundmóti. Í kvöld syndir hann í úrslitum í 200 m flugsundi og Hjörtur í 50 m flugsundi.

1 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Gangi þeim sem best.
Þó svo sund sé einhver besta íþrótt sem fyrir finnst sem heilsuræktaraðferð þá er það sem ég man hvað best eftir í sambandi við sundæfingarnar hér í den var hvað mér fannst leiðinlegt að synda aftur og bak og áfram, kílómetra eftir kílómetra án þess að tala við nokkurn mann, sjá engan, heyra ekkert nema eigin andardrátt, og einbeita sér að eigin hjartslætti. Ég hef alltaf dáðst að þeim sem endast í sundi lengi, þá er nú betra að vera skítkalt á skíðum með frosnar tær og naglakul!