4. janúar 2005

Vetur í Reykjavík


Vetur í Þverási. Hríðarbylur gekk yfir landið í dag, 4. janúar. Við Suðvestanlandsbúar sluppum vel, samanborið við aðra landsmenn. Talsvert kyngdi niður af snjó eins og sjá má í garðinum okkar. Grenitréin og myrtuvíðir í snjóbúningi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl þið í Þverásnum. Þið hafið loksins fengið þennan alvöru vetur eins og þú upplifðir í Firðinum þínum forðum. Hér á sléttum norður-Ameríku er aðallega klaki, það var frostrigning (ausandi rigning í 7 stiga frosti) allan nýársdag og síðan hefur verið eitt sórt skautasvell hér utandyra. Allavega hér í sveitinni. Það er gaman að sjá að þú ert enn að dunda þér með myndavélina, kannski verður það flugvél og fallhlífarstökk næst fyrst þú ert nú aftur kominn á fornar slóðir í hobbíinu. Halli er ekki í fallhlífarstökki en flugvélin heillar enn.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góða daga á gömlum slóðum í sumar.