27. janúar 2005

Frá Færeyjum


Mynd eftir Trond Patursson frá Kirkjubæ í Færeyjum.

Fyrst farið er að ræða um myndlist og minningar. Þá eigum við marga góða vini. Þeir hafa sumir hverjir farið til Færeyja. En á eyjum frænda okkar í austri leynist ótrúlega gróskuleg menning og ekki hvað síst að þar búa stórkostlegir myndlistamenn. Við eigum eina mynd frá Færeyjum sem er hér að ofan. Hún er eftir myndlistarmanninn Trond Patursson frá Kirkjubæ.

2 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Við eigum í hinum mestu erfiðleikum með að finna það sem við teljum vera "góða myndlist" hér í landi. Það er eflaust nóg af þeim, en okkur hefur bara ekki tekist að finna hana. Það væri gaman að gera rannsókn á því hvers vegna íslensk list og, að því mér sýnist, færeysk er svo skapandi og lifandi. Er það myndlist í skólum, umhverfið, listfengi, eða allt þrennt? Þú vísindamaður, reyndar raunsvísinda en það er nú aukatriði, ættir nú að athuga þetta.

Halur Húfubólguson sagði...

Það er unnt að lýsa því hér formlega yfir að áratugum saman hafa færeyskir myndlistarmenn verið í miklum metum hjá mér og það besta sem þeir gera minnir á margt af því frambærilegasta sem ég hef augum barið. Ég held að talsverð áhrif hafi einnig haft þeir ágætu "menn sem hengdir" voru á veggi Laugarnesskólans. Það er hins vegar efni í rannsókn hvers vegna sá er þetta skrifar entist nokkru lengur en fram yfir unglingsár í íslenska skólakerfinu jafn gelt og það var og er enn að mörgu leiti sýnist mér; aðallega byggt á utanbókarlærdómi eins og í læknisfræðinni sem er forheimskandi fag. Lítið lagt í einstaklinginn og að rækta hans helstu eigindi, frjáls fög og gera meira af því sem er skapandi, leiklist, upplestur, málun, listvinna alls konar væri til bóta og hvað þá hreyfing og þjálfun með og án keppni, leikfimi var alltaf litin hálfpartinn hornauga í mínu ungdæmi, ekki tekin alvarlega af "skólamönnum"; kannski er þetta ekkert skárra annars staðar. Ég hef ekkert vit á þessu fremur en flestu öðru, en rétt að koma þessu að.