20. janúar 2005

Bættir braghættir frá Reyðarfirði

Ingólfur vinur minn Kristjánsson, frá Reyðarfirði, sem enn hefur ekki bloggað neitt vildi koma á framfæri nýrri útgáfu af vísu Hals Húfubólgusonar, skálds að Norðan og vandamanna hans. Fannst hún betur hljóma svona, með austfirskum braghætti auðvitað:

Nægju mikla en níð ei færir,
naskur foli sunnan heiða.
En harður svolinn heitir Ærir,
sem heldur senn til útreiða.

Eru honum færðar þakkir og munu kveðjur hans og vísur áframsendar til Æris frænda míns, hvers umboðsmaður ég er en samt algjörlega ábyrgðarlaus gagnvart kveðskap hans og ambögum. Eru þær því birtar hér án allrar ábyrgðar.

1 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þar sem Ingólfur Kristjánsson frá Reyðarfirði er mikið og gott skáld, bæði á bundið sem óbundið mál, skáldað og sögulegt efni (sbr. Þilskipaútgerð á Reyðarfirði fram til 1930) þá er náttúrulega ekki annars að vænta en að hann bæti annars ágætan kveðskap Hals Húfubólgssonar sem spúsa hans og Ærir höfðu reyndar gert atlögu við áður.