4. janúar 2005

Bögubósi

En verður að svara frænda mínum veiðimanninum að norðan, eða var það skáldið Halur Húfubólguson sem reyndi að eggja mig á Lapsus lignguae. Því verður aðeins svarað svona:

Vetri hallar og versnar tíð
vandi er nú að lifa.
Engum manni öðrum býð
eðal vísur skrifa.

Á veiði kallar og vitnar til
vísna drengur góði.
Með stöng og streng í stórum hyl,
stærðar fann hann sjóði.

....

Með stóran fisk í strengnum lá
stæltur veiðimaður.
Bólginn á húfu halur sá
hét hann bögu glaður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi og gleðilegt ár!

Það gleður lítinn mann með málhelti að sjá síðu þína á raffell komna. Það er eigi ónýtt að geta fylgst með glæstum tíma innan og utan reiðvega. Þessi síða mun verða veisla í farangri mínum. Meira síðar ef andinn brennur ekki endanlega upp.

Heill sé síðu þinni og hrossum öllum, - húrra, húrra, húrra!

Halur Húfubólguson sagði...

Gleymdi þessu!

Óðan braginn Ærir kveður,
óðan fola hvetur.
Enda:
Norðanhalur nærri sefur,
nú um miðjan vetur.

Síðan:
Gaman væri að gantast við
góðhestinn´ann Æri.
Væntanlega verður á því bið
að veið´ann á færi.

Loks vegna útreiða:
Héldu saman hjónin út,
hirðingjar fyrir þeim lágu.
En reiðmennskan kvað í kút
karla sem Æri sáu.

Lapsus linguae