26. janúar 2005

Neyðarkall úr norðri

Sett saman handa vini mínum og frænda Hals í þeim þungum þönkum sem þeir eru í í dag:

Staka

Dæmalaust margt á þér dynur,
en duga skaltu drengurinn góði.
Þess óskar þér frændi og vinur
í litlu en laglegu ljóði.

Því ljóðin þau lina og laga,
og lengi þau geta lifað.
Þó illa sé ort þessi baga,
er betra að hafana skrifað.

Burt mun alla bölsótt særa,
ef berst þér kveðjan staka.
Flogin frá frændanum æra
í faðm þinn og aftur til baka.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sérstaklega til Æris frá Hali með ærnum söknuði (þó ekki "Söknuði" Jóhanns skálds):

Halur reyndi hjálp að fá,
hitti "reyndan" terapaut.
Hvorki frægð né framgang sá,
fyrr en vísur Æris hlaut.

Styrk og stuðning sendir Ærir,
styður lítilsgildan frænda.
Lífsins þunga lausn á færir
leysir vanda norðanbænda.