3. febrúar 2005
Um fjöll og fyrnindi
Um fjöll og fyrnindi. Fjallabaki nyrðra. Á Landmannaleið frá Landmannahelli að Hólaskjóli. Þetta er löng dagleið, um 50 kg og reynir talsvert á hesta og menn. Hér má sjá hvernig stóðið liðast upp hlíðina. Forreiðin á undan og eftirreiðin á eftir. Með í för voru 170 hestar og stóðið viljugt þannig að flesta daga, þó ekki þarna fór það hratt yfir svo forreiðin var nánast á flótta á undan því allan tímann. Þetta var þriðja dagleiðin okkar. Sú fyrsta var frá Leirubakka í Landsveit upp á Landmannleið, Dómadalsleið.
Við tókum reyndar forskot á sæluna og riðum tveim dögum áður með hestana okkar frá Kaldbak á Rangárvöllum þar sem við höfðum þá í sumarbeit hjá Viðari og Siggu. Kaldbakur er næsti bær við Þingskála sem Njálu unnendur þekkja. Með okkur voru Óli og fjölskylda en þau ætluðu bara upp að Leirubakka. Finnur og Fanney hinsvegar tilbúin með okkur í ferðina löngu.
Farið var nýtt vað yfir Ytri-Rangá á móts við Þingskála og fengum við fylgd Viðars þar yfir, en nutum leiðsagnar bóndans á Hrólfsstaðahelli sem er handan ár. Kom hann á móti okkur á traktor, niður að á og vísaði á vaðið. Var það skemmtileg byrjun á ferðinni. Þaðan riðum við upp, vestan ár, upp að Landmannarétt sem er gömul og skemmtileg. Þar átum við skemmtilega áningu í kvöldkyrrðinni. Leiðin einkennist af moldargötum meðfram ánni og hraunveggur á hina höndina. Úr réttinni var haldið og síðan tekin stefna þvert á ána þegar komið er upp að Beinakrók Þaðan haldið sem leið liggur heim að Leirubakka.
Frá Leirubakka er haldið upp að Galtalæk þar sem margir Sunnlendingar og aðrir landsmenn hafa farið á bindindismót. Stefna er tekin á Búrfell og riðið með þjóðveggi á söndum og melum, upp að Tröllkonufossi í Þjórsá þar sem er áð á meðan hestar jafna sig og annar farskjóti beislaður. Haldið er nokkuð lengra í næsta áfanga. Beygt er inn á Landmannaleið.
Með Heklu á hægri hönd og Búrfell í bakið var beygt fljótlega af Landmannaleið og riðið inn að Áfangagili og þar áð fyrstu nóttina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli