12. febrúar 2005

HESTAVÍSUR


Þessa mynd teiknaði vinur minn Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur. Birt með leyfi listamannsins. Mynd þessi hefur verið valin á gunnfána okkar hjóna í öllum komandi keppnum og burtreiðum sem við eigum eftir að taka þátt í. Því þá ríða hetjur um héruð.


Hestavísur settar saman í febrúar 2005.
Til heiðurs Hófi, Glóa, Skuld og Flygli sem ekki fengu að keppa á vetrarleikum Fáks og fengu því engin verðlaun.

Hann hendist um landið og hratt hann fer,
Hófur hann heitir og hug minn ber.
Við Glóa ég gantast og geysist um grund,
grípur til töltsins, þá léttist mín lund.
Á Skuldinni skunda um fjörur og sker,
skemmtir þar knöpum og skáldum ég sver.
Á Flygli minn hugur ferðast um sund,
flýgur um loftið og hratt líður stund.

2 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það er greinilegt að Tobbi hefur séð þig fyrir sér í grískum (harm)leik, á fleygiferð undan árásum eða kannski í mikilli sókn, allavega er asinn mikill, svo mikill að fætur hestsins standa ekki kyrrir á myndinni, eða er þetta áttfætlingur af kyni Seifs?

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þetta átti náttúrulega að vera af kyni Sleipnis, ég stend á brauðfótum, eins og sagt var við góðan dreng hér í den, þegar kemur að trúarbragðasögu, og sögu svona almennt séð en mun á Seif og Sleipni veit ég.