17. febrúar 2005

Í áfangagili


Talsvert hefur verið fjallað um dvölina og draumfarir í Áfangagili. Hér tjölduðum við en aðrir sváfu í fjallakofanum. Sannkölluð öræfastemming. En af því tilefni:

Í Áfangagili áttum stanz.
Yfir nótt þar dvöldum.
Undir morgun og upp úr tranz,
áfram leið við höldum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur þakkar fyrir að hafa ennþá aðgang að rafmagni og símalínu, en þannig getur hann fylgst með frægu fólki um alla veröld. Aðrar ónauðsynjar hefur hann eigi eða býr yfir. Hins vegar vissi hann eigi að nútíma hestar væru rafgengir og sendibíll komið í stað hrossa í ferðum. Enn og aftur veigrar Halur sér við að hefja hestamennsku þegar hann sér fávísi sína.

Halur kvað:

Hví skyldi æpa vol eða víl,
þó varla sjáist í Ærisdíl.
Hins vegar sést,
á vefnum efst
vofa Æris í sendibíl.