Á Kópavogsfundi kom karpið og lofið
frá konum í flokknum sem fram báru klofið.
Því á þingið þær vildu,
þó kannski þær skildu,
að karlarnir einir fá flokkshaftið rofið.
<Æ>
Í tilefni af því að framsóknarkonur í Kópavogi hafa klofnað og báðar fylkingar vilja á karlasamkomu þá sem flokksþing er kallað og verður haldið um aðra helgi eða svo. Um Kópavogsfundinn spruttu deilur. Til að skera úr um lögmæti hans var málinu náttúrulega vísað til nefndar þar sem í sátu amk karlar meirihluta og áttu þeir að skera úr um hvort konurnar 43 væru löglegar í flokknum gengnar og sitthvað annað sem að atgangi þeirra sneri.
22. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æ læk jor pixtjur ðis vík!
Sambýliskonan.
Skrifa ummæli