4. febrúar 2005

Hestamennska


Ljósm EA/af Eiðfaxavefnum

Ný sannindi. Frést hefur af nýjum knapa. Hann þekkist ekki vel á myndinni en lætur hár sitt ekki vaxa langt. Talið er að hann geti hugsanlega verið skyldur ónefndum vini og félaga Hals sem dreymir nú um að fara í hestamennsku. En af því tilefni og umfjöllun Hals um reðurskoðanir og mælingar allmiklar í starfi sínu sendum við félagar Ærir honum fyrripart í gær til að botna.

Helst er líkur Halur minn,
hestum vaxinn niður.

Halur botnaði strax af bragði:
Lífga skal ég lókinn þinn,
ef lofsamlega biður.

Halur, skáld bætti um betur og kvað að auki vegna glæsireiðar Æris um sanda og fjörur á nesi Snæfells:
Ríða vill á röskum hesti,
rennur á fjörum skeið.
Lítur við hjá Staðastaðarpresti,
stofu vísað til um leið.


Loks og endanlega hafði Halur fregnir af áhyggjum margra sökum meintrar hestaferðar hans og því kvað Halur:

Þekkum og þolmiklum fola,
þeysir Halur á.
Ekki víst að allir þola,
afglapa ríða hjá.

Kannski er myndin að ofan af Hali og hinum þolmikla fola?

Auglýst er eftir fleiri botnum!

Heimild: Lapsus linguae

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Hér má sjá hvernig stóðið liðast upp hlíðina. Forreiðin á undan og eftirreiðin á eftir." Texti þessi er fenginn að láni hjá ærnum vini (úr pistli hans) og eftir lestur hans á Halur í enn frekari erfiðleikum með að átta sig á því hvað snýr fram og hvað aftur í hestamennskunni.

Halur kvað:

Flykkist framhjá mér
forreiðin sem her.
Upp bifast
enda silast
eftirreiðin fram úr þér.

Nafnlaus sagði...

Aldrei slíku vant þá var það ekki ég sem opnaði munninn til að segja það augljósa og þar með koma mér í vandræði, en setninguna þá arna hafði ég reyndar lesið nokkrum sinnum til að átta mig á en þar sem ég vil ekki kasta steini úr glerhúsi þá hlæ ég bara alein heima í eldhúsi. K

ærir sagði...

Á engin orð enda að mér sótt að norðan og vestan. En til frekari útskýringa:

Nú er úti um ferðina for-
fylkist -reiðin á undan.
Eftir- koma kannski í vor
karlar er -reiðina stunda.