
Ærir og félagar hafa fengið ádrepur ýmsar, nú síðast fyrir það eitt að vera berdreyminn og oft á tíðum ofsóttur í skjóli myrkurs í martröðum. Hvatningar koma þó víða að líka.
Í tilefni sendingar einnar að norðan um atgeirinn sem félagi Æris bar, sem finna má í athugasemdum við tungutaks pistil voran hér fyrir nokkrum dögum, fékk Ærir uppljómum úr óvæntri átt. Skal því einum kennt og öðrum bent á hið fornkveðna úr Integer vitae eftir Hóras (65-8 f.Kr.):
Integer vitae scelerisque purus
non eget Mauris iaculis neque arcu.
sem má útleggja:
Sá sem ekki´er sekur um misgjörð neina
saknar ekki spjóts, eigi heldur boga
Félagi Æris heldur sig við þá skoðun að fátt nýtt eða nýtilegt hafi komið fram sl. 1000 ár í vísindum og listum. Er þetta enn ein sönnun þess. Öll svör hafa þegar komið fram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli